Nú hafa öll börn í 2. - 7. bekk fengið að heyra jólasögu frá Sigurrós bókasafnskennara sem er búin að heimsækja alla bekki.
1. bekkur fær öðruvísi sögustund en hinir, en skapast hefur hefð fyrir því að sjálfboðaliðar úr 7. bekk skipti með sér lestri á sögunni "Einstakt jólatré" eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur 🎄
Lesturinn dreifist út um allan skóla og 1. bekkingarnir fara á milli í litlum hópum. Á Facebook-síðu skólans má sjá myndband sem sýnir stemninguna í þessari óvenjulegu sögustund sem fram fór í síðustu viku 🎅☃️
|
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is