Kolbrún Ýr Jónsdóttir hættir störfum sem formaður foreldrafélagsins. Kolbrún er búin að vera í foreldrafélaginu síðan 2013 og verið formaður síðastliðin fimm ár. Starfsfólk Hörðuvallaskóla þakkar Kolbrúnu innilega fyrir gott samstarf síðastliðin ár. Kolbrún hefur leitt foreldrastarfið með miklum sóma og verður erfitt að sjá á eftir henni. Um leið og við kveðjum Kolbrúnu er ánægjulegt að tilkynna að Svava Halldóra Friðgeirsdóttir mun taka við formennsku þetta skólaárið. Við erum afar heppin að fá hana í þetta verkefni því hún hefur mikla reynslu af vinnu foreldrafélagsins í skólanum.
Baugakór 38 203 Kópavogur sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin frá Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is