Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk, fór fram í íþróttahúsinu Smáranum föstudaginn, 21. febrúar. 

Hörðuvallaskóli sendi 20 börn úr 3. bekk sem skipuðu 5 sveitir. Fjórir nemendur kepptu í hverju liði. Allir okkar nemendur stóðu sig frábærlega vel undir stjórn skákkennara síns, Gunnars Finnsonar. C sveit Hörðuvallaskóla lenti í fyrsta sæti og fékk bikar. í C sveitinni voru Áróra Rós Gissurardóttir, Arney Embla Hreinsdóttir, Benedikta Friðsemd Ingadóttir og Diljá Hjartardóttir

Við óskum stelpunum og þátttakendum öllum til hamingju með glæsilegan árangur!


Athugasemdir