Ljóðstafur Jóns úr Vör

Örn Tonni, 2. sæti í ljóðakeppni grunnskóla Kópavogs.
Örn Tonni, 2. sæti í ljóðakeppni grunnskóla Kópavogs.

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar. Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs var einnig kunngjörð þá en 170 ljóð bárust frá grunnskólabörnum. Hörðuvallaskóli tók að sjálfsögðu þátt í ljóðakeppninni og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti var nemandi í 10. bekk úr Kársnesskóla en í öðru sæti var nemandi við Hörðuvallaskóla, Örn Tonni Ágústsson Christensen, með ljóðið Englar. Örn Tonni er í 6. L.

Sjö nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu og í þeim hópi eru tveir nemendur í Hörðuvallaskóla þeir Elmar Daði Ívarsson, 6. L og Snorri Sveinn Lund, 6. L.

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur!


Athugasemdir