Nemendur úr Hörðuvallaskóla styrkja Barnaspítala Hringsins

Valur Rúnarsson Bridde og Björn Helgi Devine fóru fyrir hönd hóps úr 7 bekk og færðu Barnaspítala Hringsins  ágóða vöfflusölu sem þeir voru með á haustdögum. Ásamt Vali og Birni tóku þeir Ísak Freyr, Kristófer Leó og Óliver Darri þátt í framtakinu. Færðu þeir Barnaspítalanum 53.741 kr.

Verkefnið gekk út á að gera góðverk eða láta eitthvað gott af sér leiða . Drengirnir gerðu áætlun um hvað þeir vildu gera og ákváðu að útbúa sölubás þar sem þeir myndu selja vöfflur með rjóma, gos og kaffi. Þeir hringdu, sendu fyrirtækjum póst um verkefnið og hvort að fyrirtækin væru til í að aðstoða þá við að láta hugmynd þeirra verða að veruleika, sem varð raunin. Þeir smíðuðu sölubás, gerðu auglýsingar og skipulögðu alla framkvæmd. Stóðu svo vaktina, bökuðu vöfflur, þeyttu rjóma og löguðu kaffi.

Sannarlega frábær vinna hjá þessum fyrirmyndar strákum


Athugasemdir