Okkar Kópavogur - kosning hafin

Nú er kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Í skólahverfinu okkar verður kosið á milli fjölmargra áhugaverðra verkefna og mörg þeirra snúa beint að umbótum á skólalóð og í nágrenni skólans okkar.  Alls er varið 200 milljónum í verkefnin. Við hvetjum ykkur til að skoða kosningavefinn og taka þátt. Kópavogsbúar eldri en sextán ára geta kosið.
Hér er slóð á kosningavefinn https://kosning2018.kopavogur.is


Athugasemdir