Leikarinn Hlynur Þorsteinsson er sérlegur fulltrúi David Walliams á Íslandi og kom í heimsókn til okkar í morgun, þriðja árið í röð, til að kynna nýjustu Walliams-bókina, Ofurspæjara.
Krakkarnir hlustuðu áhugasamir og Hlynur hrósaði þeim sérstaklega fyrir hvað þau væru flottir áheyrendur. Hann gaukaði því líka að bókasafnskennaranum okkar í lok kynningarinnar að þau hefðu verið yfirburða góð, en að það væri reyndar alltaf einstaklega gott að lesa fyrir nemendahópana okkar 😍
|
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is