Rithöfundaheimsókn: Hlynur Þorsteinsson leikari

Leikarinn Hlynur Þorsteinsson er sérlegur fulltrúi David Walliams á Íslandi og kom í heimsókn til okkar í morgun, þriðja árið í röð, til að kynna nýjustu Walliams-bókina, Ofurspæjara.


Krakkarnir hlustuðu áhugasamir og Hlynur hrósaði þeim sérstaklega fyrir hvað þau væru flottir áheyrendur. Hann gaukaði því líka að bókasafnskennaranum okkar í lok kynningarinnar að þau hefðu verið yfirburða góð, en að það væri reyndar alltaf einstaklega gott að lesa fyrir nemendahópana okkar 😍