Rithöfundaheimsókn: Kristín Björg

Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur heimsótti 2. og 3. bekk í morgun og kynnti fyrir þeim bækurnar sínar Ráðgátugleraugun og Silfurflautuna. Hún sagði þeim líka frá fleiri bókum sem hún hefur skrifað og hvernig henni finnst gott að fá hugmyndir að sögum.

Þrjár stúlkur úr 7. bekk, sem hafa lesið Dulstafi (unglingabækur Kristínar) og eru miklir aðdáendur, litu síðan við í salnum og spjölluðu við höfundinn.


Krakkarnir í 2. og 3. bekk báru fram ýmsar spurningar og ein stúlka spurði Kristínu af hverju hún elskaði bækur svona mikið. Svarið lét ekki á sér standa og Kristín sagði þeim áköf að hún elskaði bækur "því í bókum er hægt að ferðast inn í alls kyns heima, sjá hluti út frá sjónarhólum ýmissa persóna og einfaldlega njóta þess að gleyma sér í sögum!"