Skákmeistarar

Gulldrengirnir. Margfaldir Kópavogs,- Íslands, - og Noðurlandameistarar.
Gulldrengirnir. Margfaldir Kópavogs,- Íslands, - og Noðurlandameistarar.

Sveitakeppni grunnskóla Kópavogs í skák – 2018    

A-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 1.-2. bekkjar
B-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 3.-4. bekkjar
A-sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 5.-7. bekkjar
Sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 8.-10. bekkjar

Skákkeppni grunnskólanna í Kópavogi fór fram 21. – og 28. nóvember í Breiðabliksstúkunni.  Metþátttaka var í mótinu. 328 nemendur tóku þátt.  Keppendur frá Hörðuvallaskóla voru 88 og hafa aldrei verið fleiri.  Teflt var í fjórum flokkum; 1.-2., 3.-4., 5.-7. og 8.-10. bekk auk þess sem 1. bekkur keppti í peðaskák.

A-sveit Hörðuvallaskóla (Mikael Nökkvi 2.GÞ, Einar Gunnar 2.GÞ, Benedikt 2.HH, Viðar Óli 2.BÓ)hafnaði í 3.sæti í yngsta flokki með 12 vinninga af 20 mögulegum.  Sveit Salaskóla vann öruggan sigur með 18 vinninga og A-sveit Álfhólsskóla varð í öðru sæti með 15 ½ vinning.  C-sveit HV (Margrét Mirra 2.GÞ, Klara 2.GÞ, Arney 2.GÞ, Iðunn Signý 2.BÓ, Íris 2.GÞ, Sóldís 2.GÞ) sem var eingöngu skipuð stelpum lenti í 4. sæti með 11 ½ vinning.  Sveitin vann til verðlauna fyrir besta árangur C-sveita í mótinu.  Þá fékk Viðar Óli viðurkenningu fyrir besta árangur á fjórða borði.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá smáfólkinu.
B-sveit HV (Matthías 2.BÓ, Gunnar 2.BÓ, Mikael Úlfur 2.BÓ, Viktor Nóel 2. BÓ) fékk 9 vinninga í 9. sæti.
Einnig tefldu 1. bekkingar svokallaða peðaskák.  Þar voru aðeins þrjár sveitir; tvær frá HV og ein frá Vatnsendaskóla sem bar sigur úr býtum.  Sveitir HV komu næstar og fengu því silfur og bronz.  Þær voru þannig skipaðar:  Alexander, Brynjólfur, Rafn, Jakob, Sigurður, Tristan og Viktor Elí – allir í 1. bekk.

A-sveit Vatnsendaskóla vann yfirburðasigur í flokki 3.-4. bekkjar með 20 ½ vinning.  A-sveit Álfhólsskóla varð í öðru sæti með 15 ½ vinning og B-sveit HV (Einar Björgvin 3.IZ, Óliver 4.J, Daníel Breki 4.S, Kári Kristinn 4.F)í þriðja sæti með 15 vinninga og hlaut einnig viðurkenningu fyrir besta árangur B-sveita.   A-sveit HV (Guðrún Fanney 3.IS, Andri Már 4.Þ, Emil Breki 4.Þ, Marinó 4.Þ) hlaut 14 vinninga í 5. sæti. Marinó fékk viðurkenningu fyrir besta árangur á fjórða borði.
C-sveit HV (Jökull Gísli 4.E, Atli Mikael 4.F, Brimir 3.IZ, Stefán V.G. 4.S) varð í 12. sæti með 11 vinninga.
Í keppni D-H liða vann D-sveit HV (Haukur 4.F, Kiril 3.IS, Stefán V.F. 4.S, Alexander Þór 4.J)  yfirburðasigur með 17 vinninga af 20 mögulegum.  D – og E sveitir Vatnsendaskóla komu næstar með 12 vinninga.  E-sveit HV (Jökull Bóas 4.F, Hilmar Máni 4.J, Hlynur Þorri 4.F, Davíð Karl 4.S, Jósef Natan 4.E, Karl Bragi 4.E) fékk 11 vinninga í 5. sæti og F-sveit HV, sem var eingöngu skipuð stelpum (Natalía 4.Þ, Katrín 4.Þ, Viktoría Björk 4.S, Auður 4.S, Nadía 4.S, Hekla Sóley 4.S, Silja 4.J) lenti í 6. sæti með 10 ½ vinning.

A-sveit Hörðuvallaskóla (Benedikt Briem 7.M, Grétar Jóhann 7.R, Hilmar Óli 6.HG, Snorri Sveinn 6.L) vann sigur í flokki 5.-7. bekkjar með 18 vinninga af 24 mögulegum.  Benedikt og Snorri Sveinn unnu til verðlauna fyrir besta árangur á fyrsta og fjórða borði.  B-sveit HV (Guðmundur 7.M, Davíð 7.Ú, Alexander 7.M, Elmar Franz 6.S)varð í 7. sæti með 13 vinninga og hlaut einnig viðurkenningu fyrir besta árangur B-sveita.  C2-sveit HV ( Ísak Freyr 6.HH, Breki 6.L, Einar Oddur 6.HH, Anton 5.K, Arnar 7.R, Benjamín 7.R) hlaut 12 vinninga í 9. sæti og C1 sveit HV (Dagur 6.Ú, Emil Gauti 5.M, Jónas Breki 6.HG, Ólafur 5.A) lenti í 13. sæti með 10 vinninga.
Í keppni D-H liða vann D-sveit Salaskóla öruggan sigur með 22 vinninga af 24 mögulegum.  E-sveit HV (Atlas 7.M, Róbert 7.R, Bjarki Steinn 5.B, Jerry 7.R, Atli 7.R, Elías Ingi 6.HH) hreppti annað sætið með 17 vinninga og F-sveit HV (Breki 6.HH, Kristján 6.HH, Heiðar Magni 5.M, Gunnar Valur 6.HH, Baldvin 5.K) varð í þriðja sæti með 13 ½ vinning.
G-sveit HV (Logi 5.G, Björn 6.HH, Vilhjálmur Árni 5.A, Mikael Jarl 5.G, Óliver 7.Ú) fékk 13 vinninga í 4. sæti og H-sveit HV (stelpusveit – Guðbjörg 6.HH, Aníta 5.A, Alexía 5.A, Anna Rós 5.A, Kristín Þóra 5.G) lenti í 12. sæti með 9 vinninga.

Sveit Hörðuvallaskóla vann glæsilegan sigur í flokki 8.-10. bekkjar með 28 vinninga af 28 mögulegum eða 100%! 
Sigurinn kom ekki á óvart enda eru drengirnir margfaldir Kópavogs -, Íslands – og Norðurlandameistarar. 
Sveit Vatnsendaskóla varð í öðru sæti með 19 vinninga og A-sveit Smáraskóla í þriðja sæti með 18 ½ vinning.
Sveit HV skipuðu að venju:  Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar M. Heiðarsson, Sverrir Hákonarson og Óskar Hákonarson allir í 10. bekk.
Þeir Vignir, Stephan, Arnar og Sverrir fengu verðlaun fyrir besta árangur á 1.-4. borði.

Hinn gífurlegi skákáhugi í Hörðuvallaskóla er að miklu leyti að þakka frábærum árangri gulldrengjanna sem nú eru að ljúka námi. 
Þeirra skarð verður vandfyllt en verðum við ekki að vona að maður komi í manns stað!

                                        

                                                      Skákkennari

 


Athugasemdir