Nú fer að styttast í annan endann á sumrinu og kominn tími á smá rútínu. Starfsfólk hefur þegar hafist handa við undirbúning komandi skólaárs.
Skólaboðunardagur fyrir nemendur í 2.-7.bekk er föstudagurinn 23.ágúst. Umsjónarkennarar senda upplýsingar um tímasetningar fyrir sína hópa.
Einstaklingsviðtöl fyrir nemendur í 1.bekk og forsjáraðila þeirra verða dagana 23. og 26.ágúst. Umsjónarkennarar senda frekari upplýsingar fljótlega. Frístund er lokuð 23. ágúst en opnar aftur 26. ágúst kl. 13:00.
Nýjum nemendum í 2.-7.bekk er boðið í heimsókn fimmtudaginn 22.ágúst kl:10:00. Þá hitta þeir umsjónarkennara sína og er boðið að skoða skólann.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26.ágúst.
Með ósk um farsælt skólastarf í vetur.
Starfsfólk Hörðuvallaskóla
Baugakór 38 203 Kópavogur sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin frá Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is