Við þökkum nemendum og forsjáraðilum fyrir góða samveru á þessu skólaári.
Við útskrifuðum 7. bekk í gær og erum full af þakklæti og stolti yfir þessum frábæru nemendum sem fara yfir í Kóraskóla á næsta skólaári. Í dag voru svo skólaslit í 1.-6. bekk þar sem við áttum góða stund saman.
Nú óskum við ykkur öllum góðs sumarfrís og minnum á orð Sigrúnar skólastjóra til nemenda að muna að vera dugleg að spyrja eftir bekkjarfélögum, leika saman, taka alla með í hópinn og vera góð og kurteis við alla. Svo er gott að grípa í bók á rigningardögum (eins og alla daga) og halda áfram að æfa lesturinn.
Kærar kveðjur til ykkar allra,
starfsfólk Hörðuvallaskóla
Baugakór 38 203 Kópavogur sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin frá Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is