Þemadagar 2024

Dagana 16. - 19. apríl fara fram þemadagar í Hörðuvallaskóla. Þemað sem nemendur völdu í ár er Íþróttir og listsköpun. Nemendur munu vinna í blönduðum hópum; 1.-3. bekkur, 4.-5. bekkur og 6.-7. bekkur, að margvíslegum viðfangsefnum sem tengjast þemanu á einn eða annan hátt.

Stundatafla nemenda er óhefðbundin þessa daga en þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur eru uppbrotsdagar og föstudagurinn er skertur dagur.

Þriðjudagur 16. apríl, miðvikudagur 17. apríl og fimmtudagur 18. apríl:

  • Nemendur í 1. - 4. bekk mæta kl. 08:15 og ljúka skóladegi kl. 13:10
  • Nemendur í 5. bekk mæta kl. 08:15 og ljúka skóladegi kl. 13:30
  • Nemendur í 6. og 7. bekk mæta kl. 08:30 og ljúka skóladegi kl. 13:45

Föstudagur 19. apríl:

  • Allir nemendur mæta kl. 09:00 og ljúka deginum kl. 12:00

 

Þessa daga hvetjum við öll til að klæðast fatnaði í ákveðnu þema til þess að lífga enn frekar upp á vikuna okkar:

 • Þriðjudagur: 🌈 Regnbogaföt (einn litur, margir litir... verum litrík í dag!)
 • Miðvikudagur: 🎩 Hattadagur (hattur, húfa, derhúfa, skemmtilegur höfuðfatnaður...)
 • Fimmtudagur: 🎽 Íþróttabúningar (lið, íþróttagrein, stuðningsmannalitir...)
 • Föstudagur: 🌟 Glimmer og glans!

Athugasemdir