Upplýsingar um breytingar á reglum um smitgát og sóttkví

Í gær tilkynntu stjórnvöld breytingar á reglum um sóttkví og smitgát. Samkvæmt þeim á sóttkví nú aðeins við um einstaklinga sem útsettir eru fyrir smitum innan veggja heimilisins. Það þýðir að við rekjum ekki lengur smit sem koma upp í skólanum. Börnum á grunnskólaaldri er ekki gert að fara í sóttkví né smitgát, nema smit sé inni á heimilum þeirra. Allir, bæði nemendur og starfsmenn sem eru í sóttkví í dag vegna smita utan heimilis er því heimilt að mæta í skólann á morgun.

Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi er enn óbreytt og heldur hún gildi sínu þar til aðrar upplýsingar koma fram.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að þótt þessar breytingar muni létta álagi af starfsfólki skólanna vegna smitrakningar og tíðra forfalla vegna sóttkvíar sé fyrirsjáanlegt að smitum muni halda áfram að fjölga í umhverfi skólanna. Kennurum, sér í lagi þeim sem ekki eru varðir með örvunarskammti og/eða fyrri covid19-sýkingu, er ráðlagt að fara fram með sérstakri gát. 

Helstu spurningar sem vakna við þetta eru 

1. Barnið mitt er núna í sóttkví – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf ?
Já, nema barnið sé í sóttkví vegna smits á heimili.
 
2. Barnið mitt er núna í einangrun – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf?
Nei.
 
3. Barnið mitt er núna í smitgát – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf?
Já.
 
Við uppfærum svo foreldra og aðstandendur með nánari upplýsingar um leið og okkur berast þær. 
 
Skólastjórnendur Hörðuvallaskóla

Athugasemdir