Vefkaffi sálfræðings - Að auðvelda samskipti í tilfinningavanda - ATH frestað til 7.4.21

Athugið! Fræðslunni er frestað til miðvikudagsins 7. apríl klukkan 19:30

 

Í fjarfræðslunni, miðvikudaginn 24 mars kl 19:30 verður fjallað um tilfinningavanda barna og unglinga og hvernig hægt er að æfa áhrifarík samskipti þegar börnin okkar lenda í slíkum vanda. Taktu virkan þátt í öruggri fjarlægð. Fjarfræðslan fer fram í gegnum Microsoft Teams Erlendur Egilsson er sálfræðingur í Hörðuvallakóla. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu barna og unglinga. Erlendur er fimm barna faðir.

Smellið hér til að taka þátt 


Athugasemdir