Vefkaffi sálfræðings - kynhegðun barna og unglinga

Í fjarfræðslunni verður fjallað um kynhegðun barna og unglinga. Hvað teljum við eðlilegt? En óviðeigandi? Hvert er hlutverk okkar foreldra í þessu þroskaferli barna okkar?

Taktu virkan þátt í öruggri fjarlægð. Fjarfræðslan fer fram í gegnum Microsoft Teams.

Erlendur Egilsson er sálfræðingur Hörðuvallaskóla. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu barna og unglinga. Erlendur er fimm barna faðir.

Smelltu hér til að vera með! 


Athugasemdir