Vegna COVID 19

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Hörðuvallaskóla

Líkt og kom fram við upphaf skóla í bréfi sem sent var til ykkar 20.8. hefur skólastarf það sem af er verið óskert. Aðgengi foreldra inn í skólabygginguna er takmarkað og ráðstafanir gerðar vegna útgefinna fjarlægðarmarka og ráðlegginga um sóttvarnir. Við viljum í ljósi aukinna smita í samfélaginu biðja ykkur að virða sérstaklega vel núna að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til.

Þegar slakað var á fjarlægðarmörkum og fjöldatakmörkunum í þjóðfélaginu í byrjun september voru þær aðgerðir ekki virkjaðar innan skóla á höfuðborgarsvæðinu heldur var áfram viðhöfð sérstök aðgát. Til stóð að létta þessum takmörkunum af í dag 21.9. en að höfðu samráði við fræðslustjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að framlengja þær um tvær vikur.

Fram kom á upplýsingafundi sóttvarnalæknis í gær að ekki verður gripið til harðari sóttvarnaraðgerða eins og staðan er núna. Við höldum því starfsemi áfram með sama hætti og verið hefur frá upphafi skóla.

Mikilvægt er að láta vita í skólann ef nemandi er heima vegna sóttkvíar og eins ef nemandi hefur farið í sýnatöku og fengið neikvætt út úr því.

Starfsmenn sem sýna flensulík einkenni eru heima, fara í sýnatöku og mæta ekki aftur til vinnu fyrr en ljóst er að niðurstaða þess sé neikvæð.

Hér er slóð á upplýsingar frá stjórnarráðinu frá 15.9. um skólastarf
https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/spurt%20og%20svara%c3%b0_grunnsk%c3%b3lar_150920.pdf

Þar koma m.a. fram leiðbeiningar varðandi veikindi nemenda og flensulík einkenni s.s. kvef, hósta, hita o.fl.

Ef ofangreindum takmörkunum og skilyrðum verður breytt þá kemur tilkynning um það frá skólanum eins fljótt og auðið er.

Bestu kveðjur
Þórunn Jónasdóttir
skólastjóri


Athugasemdir