Valáfangar

Almennt val nemenda í 8.–10. bekk

Tilgangur með vali nemenda er að aðlaga námið sem mest að þörfum þeirra og gera þeim kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform. Viðfangsefnin skulu einkum miða að því að víkka sjóndeildarhring nemenda, stuðla að aukinni lífsfyllingu eða dýpka þekkingu, leikni og hæfni þeirra. Valgreinar eru jafnmikilvægar og kjarnagreinar. Kröfur um ástundun og árangur eru á engan hátt minni en í öðrum námsgreinum. Stór hluti nemenda fær metið val utan skóla s.s. þátttöku í íþróttum, listnámi eða félagsstarfi.

Vakin er athygli á því að valgrein getur fallið niður ef ónóg þátttaka er, mikilvægt er að koma með varaóskir.