Aðalfundur foreldrafélags Hörðuvallaskóla

 Hörðuvallaskóli

Aðalfundur

Aðalfundur Foreldrafélags Hörðuvallaskóla verður haldinn fimmtudaginn 2. maí  kl. 20:00 í sal skólans.

Dagskrá:

  1. Fundur settur
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  5. Kosning stjórnar og formanns
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Kosning á einum fulltrúa og varafulltrúa í skólaráð til tveggja ára
  8. Ákvörðun félagsgjalda fyrir komandi skólaár
  9. Önnur mál

 

Allir foreldrar barna í Hörðuvallaskóla eiga rétt á setu á aðalfundi og því skorum við á foreldra að mæta. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Formaður foreldrafélagsins, Marta Sigurjónsdóttir, mun ekki gefa kost á sér áfram og því er leitað til áhugasamra foreldra sem vilja taka þátt í flottu foreldrafélagi með formann í maganum. Ekki er skylda að gefa sig fram fyrir aðalfund, en stjórn tekur vel á móti öllum sem vilja bjóða sig fram og gefa upplýsingar sé eftir því óskað.

Stjórn Foreldrafélags Hörðuvallaskóla


Athugasemdir