Rithöfundaheimsókn: Ævar Þór Benediktsson

Ævar Þór og bekkjargrísinn komu í heimsókn í dag og sögðu okkur frá Salvari, sem óvænt verður skólastjóri, aðeins 12 ára gamall en sagan um hann Salvar hlaut barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Ævar hafði orð á því hvað krakkarnir voru flottir og hlustuðu vel og áhuginn var svo mikill að aðeins hálftíma síðar voru komin 24 nöfn á biðlista eftir bókinni á skólasafninu!