Nemendur í 6. og 7. bekk, sem buðu sig fram í réttindaráð UNICEF, tóku þátt í málþingi barna á vegum Kópavogsbæjar í dag.
Málþingið var haldið í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Málþingið fór fram í Salnum, Hamraborg.
Meðal annarra gesta á málþinginu voru innig bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir og mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson. Þar fóru fram pallborðsumræður þar sem ungmenni fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um ýmis málefni.
Við viljum þakka þessum frábæru nemendum okkar fyrir góða þátttöku og einstaklega góða framkomu á viðburðinum.
|
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is