Dagur mannréttinda barna

Maren Marsibil, Íris Anna, Ingi Frans, Angela Inga og Aleksandra Julia.
Maren Marsibil, Íris Anna, Ingi Frans, Angela Inga og Aleksandra Julia.

Nemendur í 6. og 7. bekk, sem buðu sig fram í réttindaráð UNICEF, tóku þátt í málþingi barna á vegum Kópavogsbæjar í dag. 

Málþingið var haldið í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Málþingið fór fram í Salnum, Hamraborg. 

Meðal annarra gesta á málþinginu voru innig bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir og mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson. Þar fóru fram pallborðsumræður þar sem ungmenni fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um ýmis málefni.

Við viljum þakka þessum frábæru nemendum okkar fyrir góða þátttöku og einstaklega góða framkomu á viðburðinum.

Sjá einnig frétt á vef Kópavogsbæjar.