Desemberdagskráin í skólanum

Að venju er ýmislegt árstíðabundið um að vera í skólastarfinu í desember og eru þar ýmsar venjur í heiðri hafðar. Má þar nefna að við höldum upp á afmæli fullveldisins í byrjun mánaðar, boðið er upp á kakó og piparkökur, rithöfundar koma í heimsókn og lesa fyrir nemendur, forritunarstundin Hour of code er fastur liður í desember o.fl.  Og svo eru litlu jólin náttúrulega rúsínan í pylsuendanum. 

Við vekjum sérstaka athygli á að mánudaginn 3. desember höldum við að venju upp á afmæli fullveldis Íslands en nú er einmitt um aldar afmæli að ræða.  Af því tilefni mun forseti Íslands heiðra okkur með nær veru sinni.  Hátíðin hefst kl. 9:00 í Kórnum og eru allir velkomnir!  

Smellið hér til að sjá yfirlit yfir viðburði desembermánaðar. 


Athugasemdir