Grein eftir nemanda um nemendaráð í Kópavogspóstinum

Sigrún Tinna Atladóttir í 10. bekk skrifaði á dögunum þessa frábæru grein fyrir Kópavogspóstinn. 

 

Ég var á nemendaráðsfundi um daginn með æðislegum krökkum og við vorum að tala við stjórnendur Hörðuvallaskóla um hugmyndir til að bæta skólastarfið. Þarna fengum við tækifæri til að koma okkur hugmyndum á framfæri til að gera skólann okkar betri. Ég er því stolt að við séum að hafa góð áhrif á skólann sem nýtist líka fyrir komandi nemendur. Við fáum einnig tækifæri til að hafa áhrif á félagsmiðstöðvastarfið í Kúlunni. 

 Starfsmenn Kúlunnar eru hugmyndarík og hafa fundið margar leiðir til að halda starfinu uppi á skemmtilegan hátt vegna covid. Þau hafa sett upp margar rafrænar opnanir sem farið er í leiki og spjallað, komið á glugga hjá okkur með allskonar góðgæti og haft rafrænar keppnir eins og kökukeppni og bingó. 

 Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að hafa rödd og þá sérstaklega á þessum skrítnu tímum. Starfsfólkið hvetur okkur áfram, hlustar á hugmyndir og reynir að gera þær að veruleika. Sem dæmi þá var það okkar ósk að fá að fara í skíðaferð síðastliðin vetur. Starfsfólkið tók vel í þá hugmynd og studdi okkur við að framkvæma hana. Mér finnst svo æðislegt hvað starfsmennirnir höfðu mikla trú á okkur við að leysa þetta verkefni og vera okkur innan handar.

 Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að það sé hlustað á þau og mér finnst starfsfólk Kúlunnar gera það ótrúlega vel. Það skiptir miklu máli fyrir skólasamfélagið og einnig samfélagið í heild að krakkar hafi rödd og líka að þau geti framkvæmt þær hugmyndir sem upp koma með góðri aðstoð. Krakkar bæði þroskast við það og finnst eins og þeirra rödd skiptir máli sem er mikilvægt fyrir framtíðinna.


Athugasemdir