Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2024 – 2025

Opnað hefur verið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og stendur hún til 8. mars 2024.

Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is

Enrolment in Kópavogur ‘s primary schools for the school year of 2024 – 2025

Zapisy do szkół podstawowych w Kópavogur w roku szkolnym 2024 – 2025

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Skráning í mötuneyti, sumarfrístund og frístund fyrir næsta skólaár verður auglýst síðar og munu foreldrar frá póst frá
skólanum þegar þar að kemur. Haustið 2024 munu skólar hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á þjónustugátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.


Athugasemdir