Íslandsmeistarar í skák

Það gekk aldeilis vel á Íslandsmóti stúlknasveita um helgina.

Stelpurnar okkar í 1.-2. bekk gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn flokk og urðu þar með Íslandsmeistarar!

Þær hlutu 19 1/2 vinning af 24 mögulegum eða 81,25%.

Sveitina skipuðu Klara Hlín Þórsdóttir 2. bekk, Arney Embla Hreinsdóttir 2. bekk, Margrét Mirra Bjarkadóttir 2. bekk, Dagmar Lilja Gunnarsdóttir 1. bekk, Íris Mjöll Nóadóttir 2. bekk og Eydís Klara Kjartansdóttir 2. bekk.

Sveit HV í flokki 3.-5. bekkjar lenti í 3.sæti með 16 1/2 vinning af 28 mögulegum eða 59%.

Sveitina skipuðu Guðrún Fanney Briem 3. bekk, Sigrún Anna Viggósdóttir 3. bekk, Silja Vignisdóttir 4. bekk og Þórey Margrét Magnúsdóttir 4. bekk.

Foreldrar og aðrir aðstandendur fylgdu stelpunum og studdu við bakið á þeim sem er ómetanlegt í slíkri keppni.

Til hamingju stelpur!


Athugasemdir