Kúlan sigrar söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi var að venju haldin hátíðleg í lok janúar en keppnin er árlegur viðburður félagsmiðstöðvanna.

Fjölmargir hæfileikaríkir unglingar stigu á svið en að þessu sinni sigraði Kúlan með flutningi Marínar Ingu Sigurðardóttur á laginu “Always remember us this way” með söngkonunni Lady Gaga úr kvikmyndinni Star is Born. Í öðru sæti í keppninni var félagsmiðstöðin Fönix og félagsmiðstöðin Jemen í þriðja. Fyrstu þrjú sætin í Kópavogskeppninni taka þátt í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardagshöllinni í mars n.k.

Við óskum Marín Ingu innilega til hamingju með frammistöðuna og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu!


Athugasemdir