Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hörðuvallaskóla fór fram í dag. Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin sem samanstóð af kennurunum Öldu, Birgi og Leifi lengi að ráða ráðum sínum. Vilhjálmur Árni og Tinna Ósk stóðu uppi sem sigurvegarar og Birgitta Sóley og Ísak Llorens til vara. Þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 25. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju.

 

 

.


Athugasemdir