Nemendaviðtalsdagar

Í janúar eru nemendaviðtöl en þá mæta nemendur ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara í nemendastýrðu viðtali. Nemendaviðtölin áttu að vera í lok janúar en breyting var samþykkt af skólaráði af áður útgefnu skóladagatali.

Nemendaviðtölin verða miðvikudaginn og fimmtudaginn, 18. og 19. janúar, og er ekki kennsla þá daga. Allir forsjáraðilar ættu að vera búnir að skrá sig í viðtal fyrir þessa daga. Ef einhvern vantar viðtalstíma er hægt að hafa samband við umsjónarkennara. Á skóladagatali er föstudagurinn 20. janúar skráður sem uppbrotsdagur. Samþykkt var af skólaráði að færa þann dag fram í mars og er föstudagurinn því hefðbundinn skóladagur. Nánari dagsetning liggur fyrir þegar nær dregur


Athugasemdir