Nemendur búa til námsspil um jafnrétti og lýðræði

Fjórir nemendur í 10. bekk hafa fengið styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar til að gefa út spil sem þær hönnuðu í þemaverkefni í samfélagsfræði. Spilið er byggt á verkefni um lýðræði og jafnrétti og er í því að finna yfir 75 spurningar sem tengjast efninu. Spilið var einstaklega vel úthugsað og er bæði skemmtilegt og gagnlegt til að læra um þessi mál. Styrkinn ætla þær að nota í að fá faglega prentun á spilinu sem getur svo farið í dreifingu. 


Athugasemdir