Fullrúar nemenda í 8. og 9. bekk Hörðuvallaskóla áttu fund með forsvarsmönnum Menntamálastofnunar í morgun til að kynna þeim vinnu sína við greiningu á hæfniviðmiðum í samfélagsfræði. Krakkarnir voru búnir að kafa djúpt í Aðalnámskrána og komu með góðar ábendingar og tillögur. Þau hafa lokið vinnu við samfélagsfræðina og eru byrjuð á erlendum tungumálum. Þessi vinna er unnin undir stjórn Önnu Maríu Þorkelsdóttur, kennsluráðgjafa sem mun halda áfram að vinna með krökkunum í allan vetur. Nemendur okkar stóðu sig mjög vel.
| 
 Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600  | 
 Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans.  | 
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is