Rithöfundaheimsókn: Hilmar Örn og Blær

Höfundarnir Hilmar Örn og Blær kynntu bókina sína Voðagerði fyrir nemendum 7. bekkjar í dag, Hilmar las fyrir þau og Blær teiknaði á meðan. Að lestri (og teikningum) loknum, kölluðu þau eftir hugmyndum frá nemendum um hvaða dularfullu ástæður gætu legið að baki ráðgátu sögunnar og fengu alls kyns góðar uppástungur 😄