Rithöfundaheimsókn: Yrsa Þöll og Gunnar Theodór

Rithöfundahjónin Yrsa Þöll Gylfadóttir og Gunnar Theodór Eggertson sögðu nemendum í 2. og 3. bekk frá Jólabókaorminum í morgun. Krakkarnir hlustuðu vel og voru mjög áhugasamir um þennan dularfulla orm sem sagt er að éti þá sem ekki fá bók í jólagjöf. Ormurinn virkar ógnvænlegur en það er svo sannarlega ekki allt sem sýnist 😉