Sjálfskömmtun í matsalnum

Gleðilegt nýtt ár!


Í dag hófum við sjálfskömmtun í matsalnum sem gekk vonum framar. Farið var vel yfir reglur og hreinlæti í öllum árgöngum fyrir hádegi og það er gaman að segja frá því að nemendur voru til fyrirmyndar, kláruðu af diskunum sínum og komu vel fram.


Markmiðið er að minnka matarsóun, efla sjálfstæði og stuðla að góðum matarvenjum 😊