Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu hafa verið uppfærðir sem hér segir:
Í 3. lið breytist “umsýslukerfið Lightspeed” í “umsýslukerfi” en um þessar mundir er verið að fara úr Lightspeed umsýslukerfinu yfir í Jamf umsýslukerfið.
Í 6. lið bætist við: “Nemanda er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi” verður “Nemanda í 5. - 10. bekk er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi”
Liður 9 bætist við aftast í annarri setningu “Ekki má setja í hana stolin forrit eða forrit sem breyta stýrikerfi þess.” og verður þá “Ekki má setja í hana stolin forrit eða forrit sem breyta stýrikerfi þess eða stillingum.”
Liður 10 breytist lítillega. Setningin “Þegar spjaldtölvunni er skilað í lok skólaárs ber nemandi ábyrgð á að vista persónuleg gögn annars staðar, þar sem spjaldtölvan verður uppfærð og enduruppsett áður en hún er afhent á næsta skólaári og eyðast þá öll gögn af spjaldtölvunni”. verður “Þegar spjaldtölvunni er skilað í lok skólaárs ber nemandi ábyrgð á að vista persónuleg gögn annars staðar, þar sem spjaldtölvan getur verið uppfærð og enduruppsett áður en hún er afhent á næsta skólaári og eyðast þá öll gögn af spjaldtölvunni.
Í lið 11 breytist ein setning. “Ef spjaldtölva er tilkynnt týnd eða stolin er starfsfólki Kópavogsbæjar heimilt, í samráði við nemanda eða foreldri/forráðamann að nýta Find my iPad til að staðsetja spjaldtölvuna. ” verður “Ef spjaldtölva er tilkynnt týnd eða stolin er starfsfólki Kópavogsbæjar heimilt að nýta Find my iPad til að staðsetja spjaldtölvuna”.
Að síðustu breytast tvær setningar í lið 14. “Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir 3 mánuði og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá sendar leiðbeiningar um hvernig þeir geta breytt aðgangi sínum á Apple og iCloud til að varðveita persónuleg gögn og gert hann að persónulegum aðgangi til að varðveita þau” verður:
“Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir einn mánuð frá útskrift og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta breytt aðgangi sínum á Apple og iCloud til að varðveita persónuleg gögn og gert hann að persónulegum aðgangi til að varðveita þau”.
Skilmálana má finna í heild sinni á vefnum Snjallheimar.is https://spjaldtolvur.kopavogur.is/skilmalar
Baugakór 38 203 Kópavogur sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin frá Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is