Nú styttist heldur betur í skólabyrjun og kominn tími á rútínu og reglu. Við höfum þegar hafist handa við undirbúning komandi skólaárs og hlökkum til að taka á móti endurnærðum nemendum í næstu viku.
Forsjáraðilar eru velkomnir á skólasetningu, að henni lokinni halda nemendur með umsjónarkennurum á heimasvæði árgangsins.
Að þessu sinni verður 7.árgangur með vöfflusölu til styrktar útskriftarferð sinni næstkomandi vor og hvetjum við ykkur til að staldra við og njóta þeirra. Athugið að einungis er hægt að greiða með pening eða leggja inn á reikning á staðnum.
Frístund er lokuð mánudaginn 25.ágúst en opnar aftur þriðjudaginn 26.ágúst að skóla loknum.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26.ágúst.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is