Skólastarf að hefjast

Skólastarf í Hörðuvallaskóla haustið 2018 hefst með skólaboðunarviðtölum fimmtudaginn 23. ágúst. Foreldrar innritaðra nemenda munu fá tölvupóst frá skólanum fimmtudaginn 16. ágúst þar sem upplýsingar verða gefnar um skráningu í viðtöl og annað varðandi skólabyrjunina.
Kennsla skv. stundaskrá hefst föstudaginn 24. ágúst nema í 1. bekk þar sem hluti nemenda mætir í viðtal þann dag. Frístund er lokuð á skólaboðunardag en er opin frá og með 24. ágúst og er opin allan þann dag fyrir nemendur í 1. bekk.
Athygli er vakin á að frá og með þessu hausti útvegar skólinn öll námsgögn fyrir nemendur, þ.e. ritföng, stílabækur og þess háttar. Ekki er því þörf á öðrum innkaupum en hvað varðar íþrótta- og sundfatnað, skólatöskur og þess háttar.


Athugasemdir