Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Undanfarnar vikur hafa allir nemendur í 7. bekk verið að æfa upplestur og framsögn. Í bekkjarkeppnum í síðustu viku komust átta nemendur áfram í undanúrslitakeppnina sem fram fór í morgun. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og buðu upp á fallegan og áheyrilegan lestur.

Sigurvegarar keppninnar í morgun voru þær Lóa Katrín Guðmundsdóttir og Tinna Björk Hákonardóttir en varamaður er Sólveig Stefanía Snædal. Þær munu keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni í Salnum þann 13. mars 2024.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.


Athugasemdir