Í dag gengu nemendur Hörðuvallaskóla vináttugöngu í nágrenni skólans ásamt nemendum úr nágrannaleikskólunum. Gangan er haldin í tilefni af árlegum baráttudegi gegn einelti.
Í vikunni hafa nemendur lært ýmislegt um það hversu mikilvægt það er að við séum góð við hvert annað. Lag og texti Páls Óskars og Benna Hemm Hemm, Eitt af blómunum, var undirstaða verkefnavinnu nemenda í tengslum við daginn. Nemendur hittust á sal skólans í morgun og hlýddu á myndbandskveðju frá Páli Óskari og sungu með laginu áður en þeir héldu út á skólalóð þar sem gangan hófst. Gangan endaði svo á fjörugu danspartýi á skólalóðinni.
Markmið vináttugöngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og minna á að einelti er ofbeldi sem ekki verður liðið.
Við bendum öllum á vefinn Gegn einelti: https://gegneinelti.is/
|
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is