Tölvubúnaður

Spjaldtölvur

Deildarstjóri UT hefur umsjón með spjaldtölvukosti skólans en allir nemendur í 5.-10. bekk fá afhentar spjaldtölvur til afnota, en í 1.-4. bekk eru bekkjarsett til notkunar. Öflugt þráðlaust net er í skólahúsnæðinu sem gefur nemendum tækifæri til að vinna á fartölvur eða spjaldtölvur.

Nemendur í 6.-10. bekk fara með spjöldin heim í lok skóladags og koma með þau fullhlaðin næsta skóladag. Nemendur 5. bekkjar fara með spjöldin heim á skólaárinu þegar þau hafa lært að nýta spjaldtölvuna sem námstæki og lært á umgengnisreglur tengt tækinu.
Mikilvægt er að spjaldið sé ávallt fullhlaðið í byrjun skóladags þar sem spjaldið er mikið notað í kennslu og áhættusamt er að hlaða það á göngum og í skólastofum. Við lok hvers skólaárs skila nemendur spjaldinu (sem eru ekki kaupsamningstæki) ásamt hleðslubúnaði inn til skólans til geymslu yfir sumarið.
Nemendur í 5. – 10. bekk hafa póstfang frá Kópavogsbæ og aðgengi að gagnavistun í skýi. Deildarstjóri UT getur á hvaða tíma sem er skoðað gögn nemenda ef grunur leikur á að um misnotkun á tækinu er um að ræða.

Fartölvur

Spjaldtölvur í námi nemenda auka kost þeirra á skapandi skilum á verkefnum. Ef um mikla ritvinnslu er að ræða geta nemendur 7.-10. bekkjar fengið Chromebook fartölvur að láni í skólanum. Fartölvurnar eru einungis notaðar ef um mikla ritvinnslu er að ræða líkt og ritgerðarskrif.