Fréttir

Kópurinn - viðurkenningar menntaráðs Kópavogs

Menntaráð Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs. Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna. Með því er átt við nýjungar í skólastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Auk þess er æskilegt að verkefnið sýni: – að það hefur verið unnið af frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð. – að það hafi leitt til umbóta og/eða framfara í skólastarfi. – að það feli í sér hvatningu til eftirbreytni innan viðkomandi skóla og utan. Skriflegar tilnefningar skulu berast rafrænt á sérstöku eyðublaði til grunnskóladeildar Kópavogs til hekla@kopavogur.is eigi síðar en 27. apríl 2018.
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill aprílmánaðar

Fréttabréf / matseðil aprílmánaðar má nú nálgast hér á heimasíðunni. Smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Skólahreysti - 5. sæti í riðlinum

Keppendur okkar í Skólahreysti stóðu sig með sóma og lentu í 5. sæti í sínum riðli en í honum kepptu 12 skólar. Það var Varmárskóli sem fór með sigur af hólmi í riðlinum, í öðru sæti varð Lindaskóli, Garðaskóli í þriðja sæti, Álfhólsskóli í fjórða og Hörðuvallaskóli í fimmta. Á myndinni má sjá liðið okkar sem var okkur sannarlega til sóma, þetta eru þau Telma, Óskar, Sverrir, Tryggvi Geir, Steinunn Silja og Thelma Rós.
Lesa meira

Ari Þröstur í 2. sæti í Pangea keppninni

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar á Íslandi fóru fram þann 17. mars sl. Við í Hörðuvallaskóla áttum 8 keppendur í úrslitakeppninni sem var glæsilegur árangur hjá okkur fólki, en í úrslit komust 89 nemendur af landinu öllu. Að lokum fóru leikar þannig að einn af okkar nemendum náði verðlaunasæti en það var Ari Þröstur í 8. bekk sem hafnaði í öðru sæti í flokki 8. bekkjar nemenda. Innilega til hamingju með árangurinn!
Lesa meira

Átta nemendur Hörðuvallaskóla í úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Við í Hörðuvallaskóla eigum 8 nemendur í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar en það er alþjóðleg keppni sem nú er haldin í þriðja skiptið fyrir nemendur í 8.-9. bekkjum á Íslandi. Í þetta skiptið tóku þátt tæplega 2800 nemendur hérlendis, 89 þeirra komast í úrslitakeppnina og við eigum semsagt 8 af þeim. Nemendur okkar sem komust í úrslit eru Ari Þröstur Arnarsson, Arnar Freyr Tandrason og Ísleifur Arnórsson í 8. bekk og Atli Christian Pálsson, Hildur Lilja Ágústsdóttir, Ingimar Ólafsson, Sverrir Hákonarson og Vilmundur Máni Þrastarson úr 9. bekk. Glæsilegur árangur hjá okkar nemendum! Úrslitakeppnin verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 17. mars nk. Í Pangeu er lögð áhersla á að auka áhuga þátttakenda á stærðfræði og allir eru hvattir til að taka þátt, bæði þeir sem eru vanir stærðfræðikeppnum á borð við Pangeu og líka þeir reynsluminni. Keppnin er þannig skipulögð að dæmin sem lögð eru fyrir eru mismunandi erfið. Með því er vonast til að allir fái að glíma við dæmi við sitt hæfi. Keppnin sjálf skiptist í þrennt og eru fyrstu tvær umferðirnar haldnar í grunnskólunum sjálfum. Þannig geta 8. og 9. bekkingar hvaðanæva af landinu skráð sig og tekið þátt óháð búsetu. Áhersla er lögð á að allir geti lært stærðfræði og notað hana til að skilja veröldina í kringum sig betur.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Nú hafa verið valdir fulltrúar Hörðuvallaskóla í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Kópavogi sem fram fer þann 15. mars nk. Krakkarnir eru búin að vera að æfa sig í upplestri í vetur, fulltrúar voru valdir úr hverri bekkjardeild sem síðan reyndu með sér á lokahátíð þann 2. mars. Þeir tveir nemendur sem þar fóru með sigur af hólmi og verða því fulltrúar skólans eru þær Erika Líf Káradóttir og Sigrún Tinna Atladóttir. Til vara verður svo Eik Ægisdóttir.
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill marsmánaðar

Nú má nálgast fréttabréf / matseðil marsmánaðar hér á síðunni. Smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Páskabingó Foreldrafélagsins

Páskabingó Foreldrafélagið stendur fyrir páskabingói þriðjudaginn 13. mars 2018. 1. – 2. bekkur frá 17:00 til 18:00 3. – 10. bekkur frá 18:30 til 19:30 Spjaldið kostar 300 kr. (þar af renna 50 kr. til 10. bekkjar vegna vinnuframlags) og það verða páskaegg í vinning. Vonandi sjáum við sem flesta og athugið að við tökum ekki kort Stjórnin
Lesa meira

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2018-2019

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna. Sérstök athygli er vakin á því að um¬sóknar¬frestur um heimild til að stunda nám í einka¬skólum eða grunn¬skólum annarra sveit¬ar¬f¬é¬l¬aga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Menntasvið Kópavogsbæjar
Lesa meira

Páskaopnun í dægradvöl

Börnum sem eru skráð í dægradvöl stendur til boða að skrá sig á aukadaga í dægradvöl í vikunni fyrir páska. Opið verður í dægradvöl skólans ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna er skráður. Opið verður frá 8:00 – 16:00 eftirtalda daga: Mánudagur 26. mars Þriðjudagur 27. mars Miðvikudagur 28. mars Sækja þarf sérstaklega um ofangreinda daga í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður innheimt samkvæmt skráningu, óháð því hvort vistun verður nýtt að fullu eða ekki. Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga. Athugið að þátttaka miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi í hverja dægradvöl fyrir sig verður boðið upp á dvöl í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir börn í neðri byggðum byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla). Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir. Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega. Ef til þess kemur að börn færist í aðra dægradvöl verður þess gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í páskaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl. Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f Skráningu fyrir þessa daga lýkur fimmtudaginn 1. mars 2018
Lesa meira