Fréttir

Fréttabréf / matseðill októbermánaðar

Nú höfum við birt fréttabréf / matseðil októbermánaðar. Í plagginu er auk fastra liða að finna upplýsingar úr starfsáætlun skólaársins um helstu verkefni okkar í vetur, minnispunkta til foreldra varðandi einelti, foreldraröltsdagskrá og Kúludagskrá mánaðarins o.fl. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira

Starfsáætlun Hörðuvallaskóla 2018-2019

Nú er starfsáætlun Hörðuvallaskóla fyrir skólaárið 2018-2019 komin á heimasíðuna. Starfsáætlun er gerð árlega og er hún hluti af skólanámskrá skólans. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir stjórnskipulagi skólans, skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, fyrirkomulagi kennslu, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar eru einnig birtar upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur og almennar, hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Starfsáætlun er árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds. Starfsáætlun er birt á heimasíðu skólans og þar er einnig að finna aðra hluta skólanámskrár, þ.e. starfsmannahandbók og skipulag námssviða.
Lesa meira

Októberdagskrá Kúlunnar

Októberdagskrá Kúlunnar er komin á netið.. smellið á fyrirsögnina
Lesa meira

Norðurlandameistarar grunnskólasveita!

Skáksveit Hörðuvallaskóla er Norðurlandameistari grunnskólasveita en sveitin sigraði á Norðurlandameistaramótinu sem lauk sunnudaginn 9. september! Fyrir lokaumferðina hafði sveitin eins vinnings forskot á dönsku sveitina en þessar sveitir mættust í lokaumferðinni. Hörðuvellingar unnu 3-1 og þar með Norðurlandameistaratitilinn! Sveitin hlaut 17½ vinninga af 20 mögulegum sem er glæsilegur árangur. Mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. Sveit Norðurlandmeistara Hörðuvallaskóla skipuðu: Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar Heiðarsson, Sverrir Hákonarson, Benedikt Briem og Óskar Hákonarson. Liðsstjóri var Gunnar Finnsson. Til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!
Lesa meira

Septemberdagskrá Kúlunnar

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Kúlunnar er fjölbreytt í september að vanda.. smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Fréttabréf septembermánaðar

Nú má nálgast fréttabréf / matseðil septembermánaðar hér á heimasíðunni. Í plagginu er m.a. að finna kynningu á skólareglum skólans og samræmdum viðmiðum fyrir skóla Kópavogsbæjar ef skólasókn nemenda er ófullnægjandi. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast plaggið..
Lesa meira

Viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Nú hafa menntasvið og velferðarsvið Kópavogsbæjar gefið út sameiginleg og samræmd viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn hjá nemendum. Um er að ræða viðmið sem taka bæði til fjarveru vegna veikinda og leyfa í heilum dögum en einnig til óheimilla fjarvista úr kennslustundum. Viðmiðin gilda fyrir alla skóla bæjarins og við hvetjum foreldra eindregið til að kynna sér þau. Viðmiðin má nálgast hér...
Lesa meira

Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð Bókasafns Kópavogs hefst að nýju í næstu viku, en aðstoðin er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins á Íslandi og bókasafnsins. Hún verður líkt og undanfarin ár tvisvar sinnum í viku: Á aðalsafni á þriðjudögum kl. 14:30-16:30 og á Lindasafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:30 Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðstoðar. Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda. Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bárðardóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar og grunnskólakennari, agustab@kopavogur.is
Lesa meira

Mentor - leiðbeiningar fyrir aðstandendur

Starfsfólk Mentor hefur nú gefið út stuttar leiðbeiningar fyrir aðstandendur þar sem leitast er við að svara algengustu spurningum sem upp koma í skólabyrjun. Þar má meðal annars finna leiðbeiningar um heimasvæði foreldra á mentor, hvernig nálgast má lykilorð, hvernig aðstandendur stilla hvaða upplýsingar sjást um þá sjálfa o.s.frv.
Lesa meira

Skólaboðun

Skólastarf í Hörðuvallaskóla hefst fimmtudaginn 23. ágúst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og forráðamenn. Skráning í skólaboðunarviðtölin fer fram á mentor.is og hægt verður að skrá í viðtöl frá hádegi föstudaginn 17. ágúst. Sendur hefur verið út póstur til forráðamanna með upplýsingum um skráningu í viðtölin o.fl. en upplýsingarnar er einnig að finna í fréttabréfinu sem birt er hér á heimasíðunni..
Lesa meira