Fréttir

Söngvarakeppni miðstigs

Söngvarakeppni miðstigs var haldin nú á dögunum. Fjölmargir krakkar tóku þátt og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Sigurveigari keppninnar var Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir (7. M). Vilhjálmur Árni Sigurðsson (5. A) lenti í öðru sæti og Kristín Þóra Helgadóttir (5. G) í því þriðja. Við óskum þeim innilega til hamingju!
Lesa meira

Skólahreysti miðstigs

Vinningshafar í skólahreysti miðstigs haustið 2018 eru; 7. R -6. L -5. G
Lesa meira

Kynning á TUFF

Í morgun komu fulltrúar TUFF-Íslands, Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna HK og Gerplu og kynntu TUFF verkefnið fyrir nemendum Hörðuvallaskóla. Verkefnið gengur út á að auka þátttöku allra barna á grunnskólaaldri í íþróttum og í boði eru æfingar frítt í 3 mánuði fyrir þá sem ekki eru að æfa neina íþrótt. Sérstaklega er litið til þess að tryggja að börn af erlendum uppruna sem nýflutt eru í samfélagið verði virkir þátttakendur. Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur. Nemendur fengu með sér litla auglýsingu með upplýsingum um hvaða íþróttafélög taka þátt í verkefninu og best er að snúa sér til þeirra til að skrá sig.
Lesa meira

Í þessum skóla er unnið með Vináttu – Fri for mobberi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti.

Í þessum skóla er unnið með Vináttu – Fri for mobberi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri sýn að einelti sé menningarlegt, samskiptalegt og félagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi og því leggjum við áherslu á að vinna með hópinn sem heild og að byggja upp góðan skólabrag.
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill nóvembermánaðar

Nú má nálgast nóvemberfréttabréf skólans ásamt matseðli mánaðarins hér á heimasíðunni.. smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira

Nemendur búa til námsspil um jafnrétti og lýðræði

Fjórir nemendur í 10. bekk hafa fengið styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar til að gefa út spil sem þær hönnuðu í þemaverkefni í samfélagsfræði. Spilið er byggt á verkefni um lýðræði og jafnrétti og er í því að finna yfir 75 spurningar sem tengjast efninu. Spilið var einstaklega vel úthugsað og er bæði skemmtilegt og gagnlegt til að læra um þessi mál. Styrkinn ætla þær að nota í að fá faglega prentun á spilinu sem getur svo farið í dreifingu.
Lesa meira

Skólavefur nemenda

Nemendur í valgrein á unglingastigi hafa nú sett í loftið vef sem hefur að geyma ýmsar fréttir úr skólastarfinu. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast slóð að vefnum..
Lesa meira

Þemaverkefni í samfélagsfræði og myndband um fátækt

Undanfarnar vikur hafa nemendur í unglingadeild skólans verið að vinna í samvinnuverkefnum í tengslum við samfélagsfræði. Þeir fengu að velja á milli sex verkefni en það voru fátækt, réttindi minnihlutahópa, hlýnun jarðar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, tækniþróun (áhrif á manninn) og jafnrétti og lýðræði. Nemendur höfðu að mestu frjálsar hendur hvað varðar útfærslu á verkefnum og sem skilaði sér í mikilli fjölbreytni þegar kom að kynningum. Í skilaverkefnum var rappað, búin til dagblöð, sýnd viðtöl (m.a. við bæjarstjóra Kópavogs), búin til myndbönd, listaverk, spil og margt fleira. Einn af hópnum sem gerði spil um jafnréttismál ætlar að sækja um styrk til að gefa spilið út, við fengum vandað myndefni sem við getum nýtt í kennslu um gróðurhúsaáhrifin og svo voru nokkrir nemendur í 8. bekk sem sýndu okkur áhrifaríkt myndband um fátækt sem má sjá hér: https://youtu.be/Pztw0jOi04g
Lesa meira

Nemendur funda með forsvarsmönnum Menntamálstofnunar

Fullrúar nemenda í 8. og 9. bekk Hörðuvallaskóla áttu fund með forsvarsmönnum Menntamálastofnunar í morgun til að kynna þeim vinnu sína við greiningu á hæfniviðmiðum í samfélagsfræði.
Lesa meira

Breyting á prófdögum samræmdra prófa í 9. bekk

Borist hefur tilkynning frá menntamálaráðuneytinu um breytingu á dagsetningum samræmdra könnunarprófa í 9. bekk, sem haldin verða í mars 2019. Ráðuneytið hefur ákveðið að færa dagsetningar könnunarprófanna fram um einn dag. Ástæða breytinganna er sú að Íslandsmót iðn- og verkgreina skarast á við fyrirhugað könnunarpróf í ensku þann 14. mars. Í tilkynningunni er nefnt að bæði Íslandsmótið og samræmdu könnunarprófin séu afar mikilvæg fyrir skólasamfélagið og þau geti ekki farið fram sama dag. Þar segir að keppst sé við að fjölga nemendum í iðn- og verkgreinum og því mikilvægt að flestir nemendur efstu bekkja grunnskóla fái að kynnast iðn- og verkgreinum og námstækifærum á þeim sviðum. Sýningin og Íslandsmótið hafi vaxið og dafnað undanfarin ár og sé frábær leið fyrir nemendur til að kynna sér fjölbreytni iðn- og verknáms á skemmtilegan og lifandi hátt. Dagsetningar prófanna verða því eftirfarandi: 11. mars, mánudagur – íslenska 12. mars, þriðjudagur – stærðfræði 13. mars, miðvikudagur – enska
Lesa meira