Fréttir

Íslandsmeistarar í skák

Það gekk aldeilis vel á Íslandsmóti stúlknasveita um helgina. Stelpurnar okkar í 1.-2. bekk gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn flokk og urðu þar með Íslandsmeistarar! Þær hlutu 19 1/2 vinning af 24 mögulegum eða 81,25%. Sveitina skipuðu Klara Hlín Þórsdóttir 2. bekk, Arney Embla Hreinsdóttir 2. bekk, Margrét Mirra Bjarkadóttir 2. bekk, Dagmar Lilja Gunnarsdóttir 1. bekk, Íris Mjöll Nóadóttir 2. bekk og Eydís Klara Kjartansdóttir 2. bekk. Sveit HV í flokki 3.-5. bekkjar lenti í 3.sæti með 16 1/2 vinning af 28 mögulegum eða 59%. Sveitina skipuðu Guðrún Fanney Briem 3. bekk, Sigrún Anna Viggósdóttir 3. bekk, Silja Vignisdóttir 4. bekk og Þórey Margrét Magnúsdóttir 4. bekk. Foreldrar og aðrir aðstandendur fylgdu stelpunum og studdu við bakið á þeim sem er ómetanlegt í slíkri keppni. Til hamingju stelpur!
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill febrúarmánaðar

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið á heimasíðuna. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar. Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs var einnig kunngjörð þá en 170 ljóð bárust frá grunnskólabörnum. Hörðuvallaskóli tók að sjálfsögðu þátt í ljóðakeppninni og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti var nemandi í 10. bekk úr Kársnesskóla en í öðru sæti var nemandi við Hörðuvallaskóla, Örn Tonni Ágústsson Christensen, með ljóðið Englar. Örn Tonni er í 6. S. Sjö nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu og í þeim hópi eru tveir nemendur í Hörðuvallaskóla þeir Elmar Daði Ívarsson, 6. L og Snorri Sveinn Lund, 6. L. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur!
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill janúarmánaðar

Fréttabréf janúarmánaðar er komið á heimasíðuna.. smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið...
Lesa meira

Gleðileg jól

Starfsfólk Hörðuvallaskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst skv. stundaskrá þann 4. janúar.
Lesa meira

Aðventustund Foreldrafélagsins

Miðvikudaginn 12. desember kl. 17:30 stendur Foreldrafélagið, í samstarfi við bekkjarfulltrúa, fyrir aðventugöngu / aðventustund. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Allir mæta með góða skapið, jólahúfu og vasaljós! Lagt verður af stað í göngu um nágrennið kl. 17:30 Að lokinni göngu mun hópur frá skólahljómsveit Kópavogs flytja nokkur lög og danspör frá dansfélaginu Hvönn dansa og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur Hlökkum til að sjá sem flesta í hátíðar- og friðarskapi. Við hvetjum alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum. Kær kveðja Stjórn Foreldrafélags Hörðuvallaskóla
Lesa meira

Skákmeistarar

Sveitakeppni grunnskóla Kópavogs í skák – 2018 A-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 1.-2. bekkjar B-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 3.-4. bekkjar A-sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 5.-7. bekkjar Sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 8.-10. bekkjar
Lesa meira

Jóladagatal grunnskólanna

Jóladagatal grunnskólanna, á vegum Samgöngustofu, hefur göngu sína 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni sem er að finna inná ruv.is en þar mun Erlen umferðarsnillingur rifja upp helstu umferðarreglurnar. Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á nýjum og uppfærðum vef www.umferd.is. Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir Jólasyrpu frá Eddu útgáfu. Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Að lokum verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu. Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi. Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is frá 1. til 21. desember.
Lesa meira

Desemberdagskráin í skólanum

Að venju er ýmislegt árstíðabundið um að vera í skólastarfinu í desember og eru þar ýmsar venjur í heiðri hafðar. Má þar nefna að við höldum upp á afmæli fullveldisins í byrjun mánaðar, boðið er upp á kakó og piparkökur, rithöfundar koma í heimsókn og lesa fyrir nemendur, forritunarstundin Hour of code er fastur liður í desember o.fl. Og svo eru litlu jólin náttúrulega rúsínan í pylsuendanum. Smellið hér til að sjá yfirlit yfir viðburði desembermánaðar.
Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 19. nóvember

Við minnum á að mánudagurinn 19. nóvember er skipulagsdagur og því ekki kennsla þann dag. Frístund er opin.
Lesa meira