Fréttir

Skólaboðunarviðtöl og fleira.

Opnað hefur verið fyrir skráningar í skólaboðunarviðtölin. Viðtölin fara fram 23. ágúst. 1. bekkur er einnig í viðtölum 26. ágúst en þann dag er skóli samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2.-10. bekk. Frístundin er opin fyrir hádegi þann 26. ágúst fyrir nemendur í 1. bekk. Matseðilinn er kominn á heimasíðuna og minnum við á skráningu bæði í mat og í frístundina. Hlökkum til að vinna með ykkur á komandi skólaári.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Hörðuvallaskóla óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars. Vonandi hafið þið það sem allra best í fríinu. Hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust. Skólaboðunardagur fyrir 2. -10. bekk er 23. ágúst. Í 1. bekk eru skólaboðunardagar 23. og 26. ágúst (nánari upplýsingar berast ykkur í tölvupósti eftir miðjan ágúst).
Lesa meira

Hörðuvallaskóli fékk Kópinn 2019

Kópurinn - viðurkenning menntaráðs Kópavogs Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi. Það er gaman að segja frá því að eitt af þeim verkefnum sem hlaut viðurkenningu í ár var verkefnið „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þemadögum í Hörðuvallaskóla“. Það er Anna María kennsluráðgjafi sem á mestan heiður af þessari viðurkenningu en hún undirbjó þemaverkefnin okkar á þemadögunum fyrr í vetur og tókust þemadagarnir með miklum sóma. Það er einnig ánægjulegt að geta þess að af þeim tuttugu verkefnum sem voru tilnefnd til Kópsins í ár voru fimm úr Hörðuvallaskóla. Auk framangreinds verkefnis var þar um að ræða innleiðingu núvitundar, skákkennsluna í Hörðuvallaskóla, breytingarnar á bókasafninu og vinnu með hæfniviðmið aðalnámskrár með nemendum. Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum árangri og er þetta hvatning til að halda áfram og gera enn betur í viðleitni okkar til að hafa ávalt öflugt skólastarf í fremstu röð í Hörðuvallaskóla!
Lesa meira

Vorhátíð

Foreldrafélag Hörðuvallaskóla, í samstarfi við skólann, stendur fyrir vorhátíð þriðjudaginn 21.maí kl. 17:00 Hátíðin hefst á slaginu 17:00 með tónum frá skólahljómsveit Kópavogs Hoppukastalar Veltibíllinn Blöðrarinn Andlistmálun Fótbolti milli 10. bekkjar og kennara Einnig verður boðið upp á: Grillaðar pylsur og djús Kökubasar til styrktar 9.bekk (ekki tekið við kortum) Hlökkum til að sjá sem flesta í sólskinsskapi Við lögðum allavega inn pöntun fyrir góðu veðri en annars er það bara regngallinn J Að lokum hvetjum við alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum Með kveðju Stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira

Hörðuheimar - Sumardvöl, summer stay, Jezyk polski na dole

Sumardvöl frístunda í grunnskólum Kópavogs Sumardvöl Hörðuheima í Hörðuvallaskóla verður opin dagana 12. – 22. ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Sumardvölin er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu milli skólastiga. Markmið með sumardvölinni er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir að börnin útskrifist úr sínum leikskóla fyrir sumarfrí og hefji aðlögun að næsta skólastigi í sumardvöl við sinn hverfisskóla. Sumardvölin verður opin frá klukkan 8:00 að morgni til klukkan 16:00 síðdegis. Tekið er á móti börnunum milli klukkan 8:00 og 9:00. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og hressingu fyrir og eftir hádegi. Tvær vikur eru í boði og hægt er að velja aðra hvora eða báðar, 12. – 16. ágúst (5 dagar) og 19. – 22. ágúst (4 dagar). Gjald fyrir fyrri vikuna er 9.900 kr. og fyrir seinni vikuna 7.920. Sækja þarf um sumardvölina í gegnum þjónustugátt Kópavogs, https://thjonustugatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f Valin er „Umsókn um sumarfrístund“ og þá þarf að skrá sig aftur inn. Þar sem sumarfrístund er með aðeins öðru fyrirkomulagi heldur en vetrarfrístund, þá er umsóknarformið með öðru sniði, líkt og um námskeið væri að ræða. Athugið að það er sér umsókn fyrir hvora viku. Opnað hefur verið fyrir umsóknir, skráningarfrestur er til 31. maí 2019. Hlökkum til að sjá ykkur! Sunna Rut Garðarsdóttir Forstöðumaður frístundar í Hörðuvallaskóla
Lesa meira

1. bekkur fékk hjálma

Kiwanis klúbburinn afhenti 1. bekk hjálma í síðustu viku. Mikil gleði var meðal barnanna. Við þökkum Kiwanis kærlega fyrir.
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill maímánaðar

Fréttabréf / matseðill maímánaðar er komið á heimasíðuna. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Hörðuvallaskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Hörðuvallaskóla verður haldinn fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00 í sal skólans.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Nú hefur skóladagatal næsta skólaárs verið staðfest og er komið til birtingar hér á heimasíðunni.. smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill aprílmánaðar

Fréttabréf / matseðill aprílmánaðar er komið á heimasíðuna. Smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira