Fréttir

Bookflix á elsta stigi

Nú í byrjun skólaárs eru bókasafn skólans að setja upp ýmislegt sem hvetur nemendur til lesturs og aðstoðar þau við að finna sér bækur við hæfi. Í Vallakórnum á elsta stigi hefur Sigurrós forstöðumaður bókasafns komið upp Bookflix þar sem nemendur geta valið sér bækur eftir áhugasviði!
Lesa meira

Skólabyrjun 2022

2.-10. bekkur Skólaboðunardagur verður 23. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar varðandi þau má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 24. ágúst. Nýir nemendur, 2-10. bekk Nemendur sem eru að koma nýir í skólann fá boð um að koma á kynningu í skólann 19. ágúst - nánari upplýsingar verða sendar út. 1. bekkur Skólaboðunardagar verða 23. og 24. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku. Frístund opnar miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 13:00 Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 25. ágúst.
Lesa meira

Breytingar á skilmálum vegna afnota af spjaldtölvu

Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út eftir endurskoðun og má finna á vefsíðu verkefnisins. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja skilmála vegna afnota af spjaldtölvu. Grunnskóladeild endurskoðar skilmálana árlega í takt við þróun á skipulagi, uppfærslum, öryggisstillingum og hugbúnaðaþróun. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér endurskoðaða skilmála. Að þessu sinni er ein efnisleg breyting á skilmálunum sem snýr að eyðingu persónulegra gagna nemenda sem færist úr 6 mánuðum niður í 3 mánuði (liður 14) og síðan var 14. og 15. liður sameinaður og 16. liður lagður niður. Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnisstjóri í upplýsingatækni grunnskóladeild menntasviðs Kópavogsbæjar.
Lesa meira

Vordagar Hörðuvallaskóla 2022

Sumarið er mætt með sól núna nánast upp á hvern einasta dag. Við höfum heldur betur notið þess í vorferðunum sem farnar hafa verið. Nú langar okkur til að birta skipulag fyrir dagana sem eftir eru á þessu skólaári. Umsjónakennarar senda svo frekara skipulag fyrir sína bekki í vikupósti.
Lesa meira

Vorhátíð Hörðuvallaskóla 2022

Hvetjum sem flesta til að fjölmenna á vorhátíð Hörðuvallaskóla þriðjudaginn 24. maí
Lesa meira

Barnaþing Kópavogsbæjar

Tveir nemendur frá Hörðuvallaskóla þau Kaja Sól og Snorri Sveinn fóru á Barnaþing Kópavogsbæjar. Hver skóli sendi inn tvö málefni um hvað væri gott við skólann sinn og hverju mætti breyta. Tvæ tillögur Hörðuvallaskóla voru samþykktar og var unnið með þær á þinginu ásamt öðrum tillögum. Dæmi um það sem má breyta við skólann var aukin kynfræðsla og fræðsla um fordóma, aukin fræðsla um fjármálafræðslu og breytingar á sundskyldu. Nemendur ræddu mikið um að kennd yrði Lífsleikni þar sem hægt væri að taka þessi málefni fyrir ásamt öðrum efnum. Sjá frétt Kópavogsbæjar hér
Lesa meira

Fræðsla sálfræðings þriðjudaginn 22. mars kl 8:30

Við erum ótrúlega spennt að geta loksins boðið ykkur að koma til okkar í skólann á fræðslu sálfræðings um heimanám, tilfinningar og venjur.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2022

Í morgun fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Hörðuvallaskóla og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Þátttakendir voru Hilmar Máni Magnússon, Kristófer Þór Þórðarson, Jenný Þóra Halldórsdóttir, Rakel Sara Ægisdóttir, Karl Bragi Jóhannesson og Móeiður María Jónsdóttir. Dómnefnd skipuðu Halldóra Gísladóttir, Íris Björk Eysteinsdóttir og Leifur Leifsson. Niðurstaða dómnefndar var að fulltrúar Hörðuvallaskóla í úrslitum yrðu Hilmar Máni og Kristófer Þór og varamenn þeirra Jenný Þóra og Rakel Sara. Þátttakendur stóðu sig allir frábærlega og sýndu og sönnuðu að æfingin skapar meistarann! Innilega til hamingju!
Lesa meira

Öskudagur 2022

Mikið fjör og fínerí á öskudaginn! Margir hugmyndaríkir og skemmtilegir búningar á ferð og börnin (og starfsfólk) skemmtu sér konunglega! Nokkrar myndir frá stuði dagsins hér
Lesa meira