Fréttir

Gleðilega páska

Nú er skólinn kominn í páskafrí og starfsfólk og nemendur hittast næst þriðjudaginn 14.04. Síðustu þrjár vikur fyrir páska stóðu allir sig mjög vel þrátt fyrir breyttar aðstæður. Starfsfólk og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa aðlagað sig að þeim aðstæðum sem sköpuðust hratt og engna óraði fyrir að gætu orðið. Það fannst vel á þessum undarlegu tímum hve skólasamfélag Hörðuvallaskóla er samhent og að allir bera hag nemenda fyrir brjósti. Nú er skólinn kominn í páskafrí og starfsfólk og nemendur hittast næst þriðjudaginn 14.04. Síðustu þrjár vikur fyrir páska stóðu allir sig mjög vel þrátt fyrir breyttar aðstæður. Starfsfólk og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa aðlagað sig að þeim aðstæðum sem sköpuðust hratt og engan óraði fyrir að gætu orðið. Það fannst vel á þessum undarlegu tímum hve skólasamfélag Hörðuvallaskóla er samhent og að allir bera hag nemenda fyrir brjósti. Það er einnig ómetanlegt að finna stuðning og skilning foreldrasamfélagsins á þeim aðgerðum sem þurfti að grípa til. Eftir páska verður skólahald með svipuðum hætti, fyrir utan það að 6.-10. bekkur verður alfarið í fjarnámi en 1.-5. bekkur kemur daglega í skólann. Nánari útskýringar á skipulagi verða sendar heim í tölvupósti. Einnig viljum við upplýsa ykkur um að Þórunn Jónasdóttir, sem hefur verið skólastjóri í afleysingum í vetur, hefur verið ráðin skólastjóri Hörðuvallaskóla. Mikil ánægja er með ráðninguna meðal starfsmanna skólans og við óskum henni farsældar í starfi.
Lesa meira

Fræðsluefni til heimilanna

Búið er að safna í hugmyndabanka fyrir heimilin þar sem kynntar eru skemmtilegar hugmyndir af afþreyingu í páskaleyfinu. Þá hefur Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra. Foreldrafræðslan hefur fengið nafnið Heimilin og háskólinn og þar mun fræðifólk Menntavísindasviðs ásamt góðum gestum úr samfélaginu fjalla um ýmsar hliðar fjölskyldulífsins á þeim óvenjulegum tímum sem við lifum. Að lokum kynnum við til leiks spjaldtölvuvef Kópavogs þar sem ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna um notkun spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs.
Lesa meira

Páskablað heimaskóla

Nú nálgast páskafríið óðfluga og vildum við því deila með ykkur páskablaði heimaskólafrétta sem þið finnið hér.
Lesa meira

Sálfræðimoli vikunnar

Moli vikunnar – Traust og áhrifarík samskipti Í þessari viku ætlum við að vinna og leika okkur með traust og áhrifarík samskipti. Æfingin er í leikjaformi þar sem við ætlum að hafa til einfaldan mat saman. Sá sem hefur til matinn er með bundið fyrir augun og er stýrt af öðrum. Sá aðili má ekkert gera annað en að segja til. Þannig skiptumst við á að hafa til einhvern einfaldan mat. Við þurfum að treysta og eiga áhrifarík samskipti svo það gangi upp. Senda skýr fyrirmæli og hlusta gaumgæfulega. Við skiptumst á og fyrst gerir barnið með bundið fyrir augun og hefur t.d. til ristað brauð með osti. Hvar er brauðið? Hvernig er það sett blindandi í ristavélina og svo smurt? Svo skiptum við og barnið stýrir okkur í gegnum einhvern hluta þess að hafa til matinn. Þið þurfið kannski að hafa til kakómalt. Hvenær er komið nóg af mjólk? Ég hvet ykkur til að gera þetta nokkrum sinnum í vikunni og sjá hvernig samskiptafærnin vex hratt með hverri æfingu. Bannað að svindla og kíkja! Góða skemmtun og gangi ykkur vel, Erlendur sálfræðingur
Lesa meira

Fjarnám í Hörðuvallaskóla

Við höfum sett upp vefsíðu sem á að halda utan um upplýsingar um fjarnámið sem margir nemendur við skólann þurfa að stunda þessa dagana vegna samkomubanns. https://sites.google.com/horduvallaskoli.is/horduvallaskoli/heim
Lesa meira

Sálfræðimoli vikunnar

Moli vikunnar – Leitin að jákvæðri tilfinningu Moli vikunnar er einfaldur en áhrifaríkur leikur í gegnum spjall. Hann er hægt að spila hvenær sem er og börn á öllum aldri mega endilega taka þátt. Við ætlum að finna eitthvað á hverjum degi sem kveikir jákvæða tilfinningu. Eitthvað sem gerir okkur glöð, spennt, ánægð, hamingjusöm, vongóð, æðrulaus, vær, kíminn, léttlynd eða kannski full tilhlökkunar. Jákvæðar tilfinningar hafa nefnilega ekki bara áhrif á það hvernig okkur líður heldur getur markviss leit okkar að þeim hjálpað okkur að leysa vandamál og aukið mótlætaþol okkar. Þess vegna ætlum við að leita þær uppi. Finna jákvæða tilfinningu og leyfa henni að leiða okkur áfram. Leitin að jákvæðri tilfinningu er samskiptaleikur. Við tölum saman til að finna hana. Við höfum mjög mismunandi leiðir til að leita af einhverju og það á líka við um leitina að jákvæðri tilfinningu. En hér koma nokkrar tillögur sem hægt er að nota. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Síðast þegar þú borðaðir uppáhaldsmatinn þinn, hvað hugsaðir þú þegar þú vissir að það yrði í matinn? Hvað finnst þér fyndið? Viltu segja mér/sýna mér eitthvað fyndið? Hvað hlakkarðu til að gera? Geturðu lýst því fyrir mér? Við reynum að teikna upp góða mynd af tilhlökkunarefninu til að kalla fram sterka tilfinningu. Hvenær hjálpaðirðu einhverjum síðast? Hvað gerðir þú? Hvað hugsaðir þú þegar þú varst búin/n? Þegar við setjum orð á hugsanir og lýsum þeim vel sprettur vanalega fram tilfinningin sem við erum að skoða og leita að. Leitin getur falist í sögum, minningum, dæmisögum, löngunum og í raun bara hverju sem. Þetta snýst bara um markvissa leit að jákvæðum tilfinningum. Við stóru börnin höfum gott af því að leita líka. Við skulum því skiptast á enda þykja hinum yngri vanalega mjög gaman þegar við erum með. Góða skemmtun og gangi ykkur vel, Erlendur Egilsson, sálfræðingur.
Lesa meira

Heimaskólafréttir 27 mars

Vinsamlegast sjáið nýjustu heimaskólafréttir Hörðuvallaskóla hér
Lesa meira

Skákmót á netinu vorið 2020

Lesa meira

Bréf frá sóttvarnalækni og landlækni varðandi skólastarf English below/polski poniżej

Meðfylgjandi er bréf frá sóttvarnalækni og landlæknisembættinu varðandi skólastarf.
Lesa meira

Viðmið í fjarkennslu

Nú þegar nær öll börnin okkar eru að fá einhverja fjarkennslu vildum við deila með ykkur þeim viðmiðum sem Hörðuvallaskóli notast við. Eftir sem áður ekki hika við að hafa samband við kennara ef upp vakna spurningar.
Lesa meira