Fréttir

Vetrarleyfi og fréttabréf október mánaðar

Við minnum á að Hörðuvallaskóli verður lokaður vegna vetrarleyfis mánudag og þriðjudag 25-26 október! Við vonum að fjölskyldur geti notið samvista í leyfinu og minnum á fjölbreytt dagskrá sem verður á boðstólum fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Menningarhúsunum í Kópavogi - sjá nánar hér. Þá bendum við einnig á fréttabréf október mánaðar hér
Lesa meira

Foreldrafræðsla 20. október - Að eiga barn með kvíða

Fjarfræðsla fyrir foreldra í 1. – 7. bekk um kvíða barna og unglinga miðvikudaginn 20. október kl. 20:00 - 21:00. Tengil á fræðsluna má finna neðst í pdf skjali sem sendur var í tölvupósti til foreldra í 1. – 7. bekk. Hér er einnig bein slóð á fræðsluna er: Join conversation (microsoft.com)
Lesa meira

Lokað á morgun, föstudag 15. október 2021

Við minnum á starfsdag skóla og frístundar á morgun föstudag 15. október. Þá er bæði skóli og frístund lokuð.
Lesa meira

Foreldrafræðsla - elsta stig

Fjarfræðsla fyrir foreldra í 8. – 10. bekk um kvíða barna og unglinga miðvikudaginn 6. október kl. 20:00 - 21:00. Tengill á fræðsluna má finna neðst í pdf skjali sem sendur var í tölvupósti til foreldra í 8. – 10. bekk. Hér er einnig bein slóð á fræðsluna er: Join conversation (microsoft.com)
Lesa meira

Veðurspá í dag 21. september

Skv. veðurspá er appelsínugul viðvörun frá klukkan 13:30 í dag. Mælst er til þess að foreldrar og forráðamenn fylgist með veðri og hugi að því hvort það þurfi að sækja yngri nemendur í skólann. Kennsla er skv. stundaskrá og Frístundin er opin.
Lesa meira

Fréttabréf september 2021

Vekjum athygli á fréttabréfi september mánaðar hér
Lesa meira

Bólusetning 12-15 ára barna - seinni skammtur

Þann 13. og 14. september verður boðið upp á seinni skammtinn af bóluefni gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Þessi börn fengu fyrri skammtinn 23. og 24. águst. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins heldur utan um skipulag og framkvæmd en bólusett verður í Laugardalshöll.
Lesa meira

Skólabyrjun 2021

1.bekkur Skólaboðunarviðtöl eru 24 og 25 ágúst þar sem foreldrar og nemendur eru boðaðir á fund með kennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 26.ágúst 2-10 bekkur Skólaboðunardaginn 24. ágúst eru nemendur í 2.-10. árgangi boðaðir á fund ásamt foreldrum / forráðamönnum. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 25.ágúst
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2021

Nú líður senn að skólsbyrjun og viljum við vekja athygli á fréttabrefi skólans hér
Lesa meira

Bólusetning fyrir 12-15 ára / Vaccination for 12-15 year olds

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á bólusetningu við covid-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins heldur utan um skipulag og framkvæmd en bólusett verður dagana 23. og 24 ágúst í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu heilsugæslunnar.
Lesa meira