Fréttir

Starfsdagur mánudag 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Vinsamlegast sjáið fréttatilkynningu hér
Lesa meira

Erasmus verkefni

Næstu 2 árin er Hörðuvallaskóli aðili að alþjóðlegu verkefni á vegum Evrópusambandsins (EU) og hefur hlotið styrk til að vinna verkefnið. Verkefnið gengur út á að vekja fólk til vitundar um hafið og vernd þess. Nemendur í 9.bekk fá tækifæri til að vinna fjölbreytt verkefni tengt þemanu. Ábyrgðarmaður verkefnisins er Margrét Ingadóttir kennari við Hörðuvallaskóla. Hér má líta á myndband sem nokkrir nemendur tóku þátt í að gera. https://www.youtube.com/watch?v=elnLu3aDxP4
Lesa meira

Barnaheill afhendir nýtt námsefni í vináttuverkefni

Í gær afhenti Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum stjórnendum í Hörðuvallaskóla, Lindaskóla og Vatnsendaskóla nýtt grunnskólaefni um bangsann Blæ í Vináttuverkefni Barnaheilla. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri tók við efninu fyrir Hörðuvallaskóla. Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því
Lesa meira

Starfsdagur í skóla og frístund föstudaginn 9 október

Föstudaginn 9. október verður starfsdagur Hörðuvallaskóla og Hörðuheimum - frístund. Kennsla hefst aftur mánudaginn 12. október.
Lesa meira

Vegna COVID 19

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Hörðuvallaskóla Líkt og kom fram við upphaf skóla í bréfi sem sent var til ykkar 20.8. hefur skólastarf það sem af er verið óskert. Aðgengi foreldra inn í skólabygginguna er takmarkað og ráðstafanir gerðar vegna útgefinna fjarlægðarmarka og ráðlegginga um sóttvarnir. Við viljum í ljósi aukinna smita í samfélaginu biðja ykkur að virða sérstaklega vel núna að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Þegar slakað var á fjarlægðarmörkum og fjöldatakmörkunum í þjóðfélaginu í byrjun september voru þær aðgerðir ekki virkjaðar innan skóla á höfuðborgarsvæðinu heldur var áfram viðhöfð sérstök aðgát. Til stóð að létta þessum takmörkunum af í dag 21.9. en að höfðu samráði við fræðslustjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að framlengja þær um tvær vikur. Fram kom á upplýsingafundi sóttvarnalæknis í gær að ekki verður gripið til harðari sóttvarnaraðgerða eins og staðan er núna. Við höldum því starfsemi áfram með sama hætti og verið hefur frá upphafi skóla. Mikilvægt er að láta vita í skólann ef nemandi er heima vegna sóttkvíar og eins ef nemandi hefur farið í sýnatöku og fengið neikvætt út úr því. Starfsmenn sem sýna flensulík einkenni eru heima, fara í sýnatöku og mæta ekki aftur til vinnu fyrr en ljóst er að niðurstaða þess sé neikvæð. Hér er slóð á upplýsingar frá stjórnarráðinu frá 15.9. um skólastarf https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/spurt%20og%20svara%c3%b0_grunnsk%c3%b3lar_150920.pdf Þar koma m.a. fram leiðbeiningar varðandi veikindi nemenda og flensulík einkenni s.s. kvef, hósta, hita o.fl. Ef ofangreindum takmörkunum og skilyrðum verður breytt þá kemur tilkynning um það frá skólanum eins fljótt og auðið er. Bestu kveðjur Þórunn Jónasdóttir skólastjóri
Lesa meira

Tuff Kópavogur -Hvetjum börnin okkar til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi!

Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi eflir sjálfstraust þeirra, kennir viðurkennd samfélagsleg gildi og brúar menningarlegt bil af ólíkum uppruna. Kópavogsbær tekur þátt í TUFF-verkefninu sem vinnur fyrir öll börn. TUFF er ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna og stuðla að þátttöku í samfélaginu.
Lesa meira

Útivistarreglur frá 1. september

Við minnum á að á skólatíma 1. september til 1. maí mega 12 ára börn og yngri lengst vera úti til kl 20 og 13-16 ára börn lengst vera úti til kl 22.
Lesa meira

Leikföng óskast

Yngri bekkir Hörðuvallaskóla óska eftir leikföngum sem kunna að falla til við tiltekt heima eða liggja hugsanlega ónotuð og yrðu kannski betur nýtt í skólanum :) Ef þið eigið eitthvað aflögu sem þið haldið að myndi nýtast yngri börnunum okkar skilið því þá endilega til Elsu, ritara í Baugakór.
Lesa meira

Skólabyrjun haustið 2020

Kennarar og starfsfólk Hörðuvallaskóla óska nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegrar skólabyrjunar. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu er skólabyrjun með öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár. Engin foreldraviðtöl verða þetta árið, nema hjá nemendum í 1. bekk og nýjum nemendum við skólanum. Foreldraviðtöl hjá börnum í 1. bekk eru þriðjudaginn 25. ágúst og miðvikudaginn 26. ágúst. Foreldraviðtöl hjá nýjum nemendum eru þriðjudaginn 26. ágúst. Foreldraviðtöl eru bókuð á Mentor. Nemendur í 1. bekk eiga að mæta samkvæmt stundaskrá kl. 08.30 fimmtudaginn 27. ágúst Nemendur í 2. bekk eiga að mæta samkvæmt stundakrá kl. 08.30 miðvikudaginn 26. ágúst Nemendur í 3. - 7. bekk eiga að mæta samkvæmt stundaskrá kl. 08.10 miðvikudaginn 26. ágúst Nemendur í 8 - 10. bekk eiga að mæta samkvæmt stundaskrá kl. 08.30 miðvikudaginn 26. ágúst
Lesa meira

Sumarfrístund

Sumarfrístund er nú að klára fyrstu vikunni af tveimur og hafa börnin notið þess að kynnast Hörðuheimum. Hér kemur inn matseðill fyrir sumarfrístundina. Þá setjum við einnig inn kynningarbækling fyrir Hörðuheima.
Lesa meira