Fréttir

Eineltisteymi og eineltisáætlun

Á haustmisseri var mikil umræða um eineltismál í samfélaginu og mátti sjá dæmi um alvarleg mál sem komu upp í fréttamiðlum. Skólinn tekur alvarlega ef grunur er um einelti og er mikilvægt að foreldrar láti kennara eða stjórnendur vita ef þeir gruna einelti, hvort sem það sé í garð þeirra eigins barn eða annarra. Mikilvægt er þegar eineltismál koma upp að allir foreldrar vinni saman að lausn mála með skólanum. Reynsla okkar sýnir að ef samstaða foreldra er í málum er auðveldara að vinna á eineltinu. Erfiðara er að stöðva eineltið ef samstaða foreldra er ekki til staðar. Einnig viljum við benda á að undanfarin ár hefur aukning verið á tilkynningum til skólans á einelti sem fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Oft hefur verið erfitt fyrir okkur að vinna á þeim málum ef foreldrar halda áfram að leyfa barninu sínu að vera á samfélagsmiðlinum. Okkur langar að benda á að aldurstakmark flestra samfélagsmiðla er 13 ára. Helsta ástæða fyrir aldurstakmörkunum á samfélagsmiðlum er þroski nemenda og að þeir séu ekki stakkbúnir að takast á við það umhverfi sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp á. Í haust var sett á laggirnar eineltisteymi í skólanum, en áður var eineltisteymi hluti af nemendaverndarráði. Fyrsta verkefni eineltisteymisins var að endurskoða eineltisáætlun skólans og má nálgast hana hér fyrir neðan. Einnig er hún aðgengileg á heimasíðu skólans. Eineltisteymið fundar mánaðarlega um þau eineltismál sem eru í gangi hverju sinni í skólanum. Þess fyrir utan er hlutverk teymismeðlima að ganga úr skugga um að málum sé fylgt eftir og unnið sé eftir verkferlum skólans. Í eineltisteyminu í vetur sitja eftirfarandi starfsmenn: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri Baugakór Tanja Hermannsen, umsjónarkennari 8. árgangs Sigríður Heiða Guðmundsdóttir, umsjónarkennari 6. árgangs Ólöf Gísladóttir, umsjónarkennari 3. árgangs Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, umsjónarkennari 1. árgangs Ingibjörg Heiðdal Friðriksdóttir, stuðningsfulltrúi Karen Kjartansdóttir námsráðgjafi í Baugakór (frá 1. febrúar 2023).
Lesa meira

Nemendaviðtalsdagar

Í janúar eru nemendaviðtöl en þá mæta nemendur ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara í nemendastýrðu viðtali. Nemendaviðtölin áttu að vera í lok janúar en breyting var samþykkt af skólaráði af áður útgefnu skóladagatali. Nemendaviðtölin verða miðvikudaginn og fimmtudaginn, 18. og 19. janúar, og er ekki kennsla þá daga. Allir forsjáraðilar ættu að vera búnir að skrá sig í viðtal fyrir þessa daga. Ef einhvern vantar viðtalstíma er hægt að hafa samband við umsjónarkennara. Á skóladagatali er föstudagurinn 20. janúar skráður sem uppbrotsdagur. Samþykkt var af skólaráði að færa þann dag fram í mars og er föstudagurinn því hefðbundinn skóladagur. Nánari dagsetning liggur fyrir þegar nær dregur
Lesa meira

Jólakveðja

Lesa meira

Dagskrá Hörðuvallaskóla í desember

Vinsamlegast sjáið dagskrá desember hér. Skipulög jólaballa má finna hér.
Lesa meira

1.desember hátíð

Þann 1.desember fögnuðum við fullveldisdeginum með því að allur skólinn kom saman í Kórnum. 1.bekkur söng fyrir okkur tvö jólalög, 4.bekkur söng Ísland er land þitt og spilaði á blokkflautur, 7. bekkur las jólasveinavísur og grýlukvæði og 10. bekkur var með dansatriði um fullveldið. Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma . MC Gauti slaufaði svo hátíðinni með pomp og prakt. Frábær byrjun á desembermánuði.
Lesa meira

Hrekkjavaka mánudaginn 31.október

Vekjum athygli á smá uppbroti vegna Hrekkjuvöka á mánudaginn :)
Lesa meira

Bookflix á elsta stigi

Nú í byrjun skólaárs eru bókasafn skólans að setja upp ýmislegt sem hvetur nemendur til lesturs og aðstoðar þau við að finna sér bækur við hæfi. Í Vallakórnum á elsta stigi hefur Sigurrós forstöðumaður bókasafns komið upp Bookflix þar sem nemendur geta valið sér bækur eftir áhugasviði!
Lesa meira

Skólabyrjun 2022

2.-10. bekkur Skólaboðunardagur verður 23. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar varðandi þau má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 24. ágúst. Nýir nemendur, 2-10. bekk Nemendur sem eru að koma nýir í skólann fá boð um að koma á kynningu í skólann 19. ágúst - nánari upplýsingar verða sendar út. 1. bekkur Skólaboðunardagar verða 23. og 24. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku. Frístund opnar miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 13:00 Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 25. ágúst.
Lesa meira

Breytingar á skilmálum vegna afnota af spjaldtölvu

Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út eftir endurskoðun og má finna á vefsíðu verkefnisins. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja skilmála vegna afnota af spjaldtölvu. Grunnskóladeild endurskoðar skilmálana árlega í takt við þróun á skipulagi, uppfærslum, öryggisstillingum og hugbúnaðaþróun. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér endurskoðaða skilmála. Að þessu sinni er ein efnisleg breyting á skilmálunum sem snýr að eyðingu persónulegra gagna nemenda sem færist úr 6 mánuðum niður í 3 mánuði (liður 14) og síðan var 14. og 15. liður sameinaður og 16. liður lagður niður. Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnisstjóri í upplýsingatækni grunnskóladeild menntasviðs Kópavogsbæjar.
Lesa meira