Fréttir

Starfsdagur miðvikudagur 17. mars

Við viljum minna á starfsdaginn á morgun þann 17. mars. Þann dag verður skólinn lokaður.
Lesa meira

Bók verður bíómynd á bókasafninu

Íris Alda, forstöðumaður bókasafns er dugleg að vera með þemu á bóksafninu og þemað núna er "bók verður bíómynd". Þetta er nú þegar komið upp í Baugakór en "Hvor er betri bókin eða bíómyndin" verður stillt upp í Vallakór á mánudaginn en þar verður hægt að fletta í gegnum möppu og skoða stiklur með því að nota QR kóða. Frábært tækifæri til að taka fjölskyldubíó og hvetja til lesturs í leiðinni!
Lesa meira

Vinaliðar

Vinaliðar vinna hjá okkur frábært starf undir handleiðslu frá kennurunum Ingu Vigdísi og Erlu Guðnýju og langaði okkur að biðja þær um að kynna fyrir ykkur aðeins þeirra störf og hlutverk.
Lesa meira

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hörðuvallaskóla fór fram í dag. Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin sem samanstóð af kennurunum Öldu, Birgi og Leifi lengi að ráða ráðum sínum. Vilhjálmur Árni og Tinna Ósk stóðu uppi sem sigurvegarar og Birgitta Sóley og Ísak Llorens til vara. Þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 25. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Lesa meira

Takk fyrir góðan öskudag!

Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega á öskudegi í dag. Vinsamlegast sjáið nokkrar vel valdar myndir af stuði dagsins hér
Lesa meira

Öskudagur 17. febrúar 2021

Hugmyndir á farsóttartímum að öðruvísi öskudegi! Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og samtökin Heimili og skóla hafa tekið saman hugmyndir á farsóttartímum vegna öskudagsins, 17. febrúar nk. Í leiðbeiningunum/hugmyndunum eru foreldrar, skólar, foreldrafélög og fyrirtæki hvött til þess að halda upp á daginn í nærumhverfi barnanna. Hvatt er til þess að fullorðnir jafnt sem börn mæti í búningum og að gamlar hefðir, s.s. að sauma öskupoka og slá köttinn úr tunnunni, verði endurvaktar. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu. Sjá nánar um öðruvísi Öskudag á covid.is Við hlökkum til að sjá nemendur í búningum eða furðufötum á morgun! Mæting hjá öllum 8:30 og skóladegi lýkur kl 12 þegar frístund opnar.
Lesa meira

Eflum vinatengsl og jákvæða sjálfsmynd barna

Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi eflir sjálfstraust þeirra, kennir viðurkennd samfélagsleg gildi og brúar menningarlegt bil af ólíkum uppruna. Þátttaka barna getur líka komið í veg fyrir félagslega einangrun og stuðlar að þátttöku í samfélaginu. Hvetjum börnin okkar til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi! Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5–18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Lesa meira

Gleðileg jól

Við sendum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum árið sem er að líða. Fyrsti skóladagur á nýju ári er þriðjudaginn 5.janúar. jólakveðja frá starfsfólki Hörðuvallaskóla
Lesa meira

Grein eftir nemanda um nemendaráð í Kópavogspóstinum

Sigrún Tinna Atladóttir í 10. bekk skrifaði á dögunum þessa frábæru grein fyrir Kópavogspóstinn. Ég var á nemendaráðsfundi um daginn með æðislegum krökkum og við vorum að tala við stjórnendur Hörðuvallaskóla um hugmyndir til að bæta skólastarfið. Þarna fengum við tækifæri til að koma okkur hugmyndum á framfæri til að gera skólann okkar betri. Ég er því stolt að við séum að hafa góð áhrif á skólann sem nýtist líka fyrir komandi nemendur. Við fáum einnig tækifæri til að hafa áhrif á félagsmiðstöðvastarfið í Kúlunni. Starfsmenn Kúlunnar eru hugmyndarík og hafa fundið margar leiðir til að halda starfinu uppi á skemmtilegan hátt vegna covid. Þau hafa sett upp margar rafrænar opnanir sem farið er í leiki og spjallað, komið á glugga hjá okkur með allskonar góðgæti og haft rafrænar keppnir eins og kökukeppni og bingó. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að hafa rödd og þá sérstaklega á þessum skrítnu tímum. Starfsfólkið hvetur okkur áfram, hlustar á hugmyndir og reynir að gera þær að veruleika. Sem dæmi þá var það okkar ósk að fá að fara í skíðaferð síðastliðin vetur. Starfsfólkið tók vel í þá hugmynd og studdi okkur við að framkvæma hana. Mér finnst svo æðislegt hvað starfsmennirnir höfðu mikla trú á okkur við að leysa þetta verkefni og vera okkur innan handar. Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að það sé hlustað á þau og mér finnst starfsfólk Kúlunnar gera það ótrúlega vel. Það skiptir miklu máli fyrir skólasamfélagið og einnig samfélagið í heild að krakkar hafi rödd og líka að þau geti framkvæmt þær hugmyndir sem upp koma með góðri aðstoð. Krakkar bæði þroskast við það og finnst eins og þeirra rödd skiptir máli sem er mikilvægt fyrir framtíðinna.
Lesa meira