Fréttir

Öskudagur 2023

Það ríkti mikil gleði og var alveg ógurlega gaman hjá okkur á öskudaginn í seinustu viku. Hér má finna nokkrar myndir frá deginum og munu jafnvel fleiri bætast við :)
Lesa meira

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi í skólanum er dagana 23. og 24. febrúar. Sjá tilboð frá Bókasafni Kópavogs.
Lesa meira

Appelsínugul veðurviðvörun þriðjudaginn 7.feb.23

Appelsínugul veðurviðvörun á morgun. Endilega kynnið ykkur tilmæli vegna mögulegra áhrifa á skólastarf. Sjá nánar hér
Lesa meira

Foreldrasími heimilis og skóla

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa aukið við þjónustuna sína og eru farin að bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla. Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla. Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 er opinn frá kl 09 -12 og 13 -21 á virkum dögum og frá 10 -14 um helgar.
Lesa meira

Fréttir til foreldra

Samþykkt var í skólaráðsfundi í janúar að hætta að senda út fréttabréf til foreldra í tölvupósti út skólaárið. Þess í stað munu fréttir af starfinu koma jafnt og þétt inn á heimasíðu skólans og á Facebook síðu skólans. Við viljum benda foreldrum sem eru að koma með börn sín í skólann í Baugakór að ekki er leyfilegt að leggja bílum sínum í hringtorg skólans ef fylgja þarf barni inn í skólabygginguna. Við bendum á stæði sem eru innar á bílastæðinu sem hægt er að leggja í á meðan farið er með barnið inn í skólann. Annars hvetjum við til þess að börn gangi í skólann og sérstaklega þegar vel viðrar og sól fer hækkandi á lofti. Leiðarvísir og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldrarölt í Kópavogi má finna hér en búið er að gefa út Handbók foreldrarölts.
Lesa meira

Eineltisteymi og eineltisáætlun

Á haustmisseri var mikil umræða um eineltismál í samfélaginu og mátti sjá dæmi um alvarleg mál sem komu upp í fréttamiðlum. Skólinn tekur alvarlega ef grunur er um einelti og er mikilvægt að foreldrar láti kennara eða stjórnendur vita ef þeir gruna einelti, hvort sem það sé í garð þeirra eigins barn eða annarra. Mikilvægt er þegar eineltismál koma upp að allir foreldrar vinni saman að lausn mála með skólanum. Reynsla okkar sýnir að ef samstaða foreldra er í málum er auðveldara að vinna á eineltinu. Erfiðara er að stöðva eineltið ef samstaða foreldra er ekki til staðar. Einnig viljum við benda á að undanfarin ár hefur aukning verið á tilkynningum til skólans á einelti sem fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Oft hefur verið erfitt fyrir okkur að vinna á þeim málum ef foreldrar halda áfram að leyfa barninu sínu að vera á samfélagsmiðlinum. Okkur langar að benda á að aldurstakmark flestra samfélagsmiðla er 13 ára. Helsta ástæða fyrir aldurstakmörkunum á samfélagsmiðlum er þroski nemenda og að þeir séu ekki stakkbúnir að takast á við það umhverfi sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp á. Í haust var sett á laggirnar eineltisteymi í skólanum, en áður var eineltisteymi hluti af nemendaverndarráði. Fyrsta verkefni eineltisteymisins var að endurskoða eineltisáætlun skólans og má nálgast hana hér fyrir neðan. Einnig er hún aðgengileg á heimasíðu skólans. Eineltisteymið fundar mánaðarlega um þau eineltismál sem eru í gangi hverju sinni í skólanum. Þess fyrir utan er hlutverk teymismeðlima að ganga úr skugga um að málum sé fylgt eftir og unnið sé eftir verkferlum skólans. Í eineltisteyminu í vetur sitja eftirfarandi starfsmenn: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri Baugakór Tanja Hermannsen, umsjónarkennari 8. árgangs Sigríður Heiða Guðmundsdóttir, umsjónarkennari 6. árgangs Ólöf Gísladóttir, umsjónarkennari 3. árgangs Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, umsjónarkennari 1. árgangs Ingibjörg Heiðdal Friðriksdóttir, stuðningsfulltrúi Karen Kjartansdóttir námsráðgjafi í Baugakór (frá 1. febrúar 2023).
Lesa meira

Nemendaviðtalsdagar

Í janúar eru nemendaviðtöl en þá mæta nemendur ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara í nemendastýrðu viðtali. Nemendaviðtölin áttu að vera í lok janúar en breyting var samþykkt af skólaráði af áður útgefnu skóladagatali. Nemendaviðtölin verða miðvikudaginn og fimmtudaginn, 18. og 19. janúar, og er ekki kennsla þá daga. Allir forsjáraðilar ættu að vera búnir að skrá sig í viðtal fyrir þessa daga. Ef einhvern vantar viðtalstíma er hægt að hafa samband við umsjónarkennara. Á skóladagatali er föstudagurinn 20. janúar skráður sem uppbrotsdagur. Samþykkt var af skólaráði að færa þann dag fram í mars og er föstudagurinn því hefðbundinn skóladagur. Nánari dagsetning liggur fyrir þegar nær dregur
Lesa meira

Jólakveðja

Lesa meira

Dagskrá Hörðuvallaskóla í desember

Vinsamlegast sjáið dagskrá desember hér. Skipulög jólaballa má finna hér.
Lesa meira

1.desember hátíð

Þann 1.desember fögnuðum við fullveldisdeginum með því að allur skólinn kom saman í Kórnum. 1.bekkur söng fyrir okkur tvö jólalög, 4.bekkur söng Ísland er land þitt og spilaði á blokkflautur, 7. bekkur las jólasveinavísur og grýlukvæði og 10. bekkur var með dansatriði um fullveldið. Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma . MC Gauti slaufaði svo hátíðinni með pomp og prakt. Frábær byrjun á desembermánuði.
Lesa meira