08.04.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Föstudaginn 9. apríl er blár dagur. Þann dag eru nemendur og tarfsmenn hvattir til að klæðast einhverju bláu.
Blár dagur er til að stuðla að vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu. Við erum öll allskonar og mikilvægt að taka umræðu um það við börnin. Með því að klæðast bláu á föstudaginn fögnum við fjölbreytileikanum með samstöðu allra.
Hér má nálgast nánariupplýsingar um verkefnið
Lesa meira
24.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Í ljósi nýjustu frétta og ákvarðana stjórnvalda þá fellur allt skólahald niður frá miðnætti í dag 24.3. fram yfir páskafrí. Þetta á líka við um páskafrístund sem áætluð var í næstu viku.
Vinsamlegast fylgjst vel með póstum frá skólastjórnendum varðandi framhaldið eftir páska.
Lesa meira
22.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Athugið! Fræðslunni er frestað til miðvikudagsins 7. apríl klukkan 19:30
Í fjarfræðslunni verður fjallað um tilfinningavanda barna og
unglinga og hvernig hægt er að æfa áhrifarík samskipti þegar
börnin okkar lenda í slíkum vanda.
Taktu virkan þátt í öruggri fjarlægð.
Fjarfræðslan fer fram í gegnum Microsoft Teams
Erlendur Egilsson er sálfræðingur í Hörðuvallakóla.
Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH
(BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum
sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á
þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu
rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu
barna og unglinga. Erlendur er fimm barna faðir.
Lesa meira
17.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis er sunnudaginn 21. mars. Við í Hörðuvallaskóla ætlum að taka þátt í deginum og við hvetjum alla til að fagna fjölbreytileikanum með okkur og klæðast litríkum og ósamstæðum sokkum.
Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.
Lesa meira
16.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Við viljum minna á starfsdaginn á morgun þann 17. mars.
Þann dag verður skólinn lokaður.
Lesa meira
12.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Íris Alda, forstöðumaður bókasafns er dugleg að vera með þemu á bóksafninu og þemað núna er "bók verður bíómynd". Þetta er nú þegar komið upp í Baugakór en "Hvor er betri bókin eða bíómyndin" verður stillt upp í Vallakór á mánudaginn en þar verður hægt að fletta í gegnum möppu og skoða stiklur með því að nota QR kóða.
Frábært tækifæri til að taka fjölskyldubíó og hvetja til lesturs í leiðinni!
Lesa meira
09.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Vinaliðar vinna hjá okkur frábært starf undir handleiðslu frá kennurunum Ingu Vigdísi og Erlu Guðnýju og langaði okkur að biðja þær um að kynna fyrir ykkur aðeins þeirra störf og hlutverk.
Lesa meira
04.03.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hörðuvallaskóla fór fram í dag. Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin sem samanstóð af kennurunum Öldu, Birgi og Leifi lengi að ráða ráðum sínum. Vilhjálmur Árni og Tinna Ósk stóðu uppi sem sigurvegarar og Birgitta Sóley og Ísak Llorens til vara. Þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 25. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Lesa meira
17.02.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega á öskudegi í dag. Vinsamlegast sjáið nokkrar vel valdar myndir af stuði dagsins hér
Lesa meira
16.02.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Hugmyndir á farsóttartímum að öðruvísi öskudegi!
Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og samtökin Heimili og skóla hafa tekið saman hugmyndir á farsóttartímum vegna öskudagsins, 17. febrúar nk.
Í leiðbeiningunum/hugmyndunum eru foreldrar, skólar, foreldrafélög og fyrirtæki hvött til þess að halda upp á daginn í nærumhverfi barnanna. Hvatt er til þess að fullorðnir jafnt sem börn mæti í búningum og að gamlar hefðir, s.s. að sauma öskupoka og slá köttinn úr tunnunni, verði endurvaktar. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.
Sjá nánar um öðruvísi Öskudag á covid.is
Við hlökkum til að sjá nemendur í búningum eða furðufötum á morgun! Mæting hjá öllum 8:30 og skóladegi lýkur kl 12 þegar frístund opnar.
Lesa meira