Fréttir

Munið eftir nestinu!

Enn er eldhúsið lokað vegna verkfalls og minnum við því á nestið fyrir allan skóladaginn.
Lesa meira

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk, fór fram í íþróttahúsinu Smáranum föstudaginn, 21. febrúar. Hörðuvallaskóli sendi 20 börn úr 3. bekk sem skipuðu 5 sveitir. Fjórir nemendur kepptu í hverju liði. Allir okkar nemendur stóðu sig frábærlega vel undir stjórn skákkennara síns, Gunnars Finnsonar. C sveit Hörðuvallaskóla lenti í fyrsta sæti og fékk bikar. í C sveitinni voru Áróra Rós Gissurardóttir, Arney Embla Hreinsdóttir, Benedikta Friðsemd Ingadóttir og Diljá Hjartardóttir. Við óskum stelpunum og þátttakendum öllum til hamingju með glæsilegan árangur!
Lesa meira

Undanúrslit stóru upplestrarkeppninnar

Undanúrslit stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag föstudaginn 21. febrúar. Ljóst var að nemendur voru mjög vel undirbúin og gaman að fylgjast með vönduðum upplestrum. Niðurstöðurnar urðu þær að aðalmenn í úrslitum verða Elísabet Sunna Scheving og Snorri Sveinn Lund úr 7.G. Varamenn þeirra verða Tinna Marín Sigurþórsdóttir úr 7.J og Eyþór Wheeley Guðjónsson úr 7.G. Við óskum sigurvegurum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í úrslitunum þar sem við erum viss um að þau verði skólanum til mikils sóma
Lesa meira

Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Veðrið gengur niður eftir kl. 15.00 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn. Bæjarskrifstofur Kópavogs eru lokaðar en símsvörun sinnt. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar en opna kl. 15.00. Söfn verða lokuð á morgun. Ferðaþjónusta fatlaðra fellur niður fram að hádegi og truflun gæti orðið á annarri þjónustu velferðarsviðs, s.s. heimaþjónustu. Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum. Samkvæmt spám á veður að ganga niður eftir hádegi og verður hægt að vera á ferðinni eftir kl. 15.00. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
Lesa meira

Morgunkaffi sálfræðings!

Föstudaginn 14 febrúar kl 8:30-9:15 ætlar Erlendur Egilsson, sálfræðingur í Hörðuvallaskóla að fjalla um einbeitingu og athyglisfærni barna út frá sjónarhóli foreldra. Fræðslan mun eiga sér stað í salnum í Vallakór. Við hvetjum sem flesta til að mæta til að nýta sér þessa frábæru fræðslu!
Lesa meira

Kúlan sigrar söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi var að venju haldin hátíðleg í lok janúar en keppnin er árlegur viðburður félagsmiðstöðvanna. Fjölmargir hæfileikaríkir unglingar stigu á svið en að þessu sinni sigraði Kúlan með flutningi Marínar Ingu Sigurðardóttur á laginu “Always remember us this way” með söngkonunni Lady Gaga úr kvikmyndinni Star is Born. Í öðru sæti í keppninni var félagsmiðstöðin Fönix og félagsmiðstöðin Jemen í þriðja. Fyrstu þrjú sætin í Kópavogskeppninni taka þátt í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardagshöllinni í mars n.k. Við óskum Marín Ingu innilega til hamingju með frammistöðuna og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu!
Lesa meira

Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki – skák

Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram í Rimaskóla, Grafarvogi laugardaginn 25. janúar 2020. Telft var í þremur aldursflokkum; 1.-2. bekk, 3.-5. bekk og 6.-10. bekk. 10 sveitir tóku þátt í mótinu; tvær í yngsta flokki, fimm í miðflokki og þrjár í elsta flokki. Sveit Álfhólsskóla sigraði í yngsta flokki og A-sveit Rimaskóla vann bæði miðflokk og elsta flokk. A-sveit Hörðuvallaskóli lenti í öðru sæti í flokki 3.-5. bekkjar með 9 1/2 vinning af 14 mögulegum eða tæp 68% sem er ágætur árangur. Guðrún Fanney vann allar sínar skákir á fyrsta borði og Þórey á þriðja borði fékk 3 vinninga af 4. Sveitin var þannig skipuð: Guðrún Fanney Briem 4. bekk, Klara Hlín Þórsdóttir 3. bekk, Þórey M. Magnúsdóttir 5. bekk og Margrét Mirra Bjarkadóttir 3. bekk. Til hamingju stúlkur! B-sveit HV stóð sig eftir atvikum þokkalega og hlaut 2 1/2 vinning enda við erfiða andstæðinga að eiga. Sveitina skipuðu: Diljá Hjartardóttir, Áróra R. Gissurardóttir, Lára B. Eggertsdóttir, Arney Embla Hreinsdóttir og Eydís Klara Kjartansdóttir – allar í 3. bekk. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson, alþjóðlegur skákdómari og honum til aðstoðar Tinna Finnbogadóttir landsliðskona í skák. Mótið fór hið besta fram í rúmgóðum salarkynnum Rimaskóla. Skákkennari
Lesa meira